Eimreiðin - 01.10.1956, Side 65
VESTUR-ÍSLENZKT SKÁLD OG LJÓÐAÞÝÐANDI
297
og Ioksins önd hans afarþreytt
veit allt um svo sem ekki neitt.
En hinn, sem mest með fjármál fer,
veit fátt um það, sem mikið er.
Hann lærir minna og minna fljótt
um meira og fleira dag og nótt,
unz vitið, lamað, liggur hallt
og loksins veit ei neitt um allt.“
Þá er komizt vel að orði í þessari stöku, lokaerindinu úr
Auður og iðja. Ævagamalt yrkisefni og alltaf nýtt og gæti
verið ort út af atburðum síðustu vikna í Ungverjalandi:
„Og þannig í veröld það var og er.
Hinn voldugi þrældóm rekur,
unz fólkið í einingu feng sinn ver
og forráðin hiklaust tekur.“
Það vekur engum furðu, heldur er aukin sönnun þess
kjarna, er í Páli býr, að hann var einn í þeim fámenna hópi
Islendinga í Vesturheimi, er tók höndum saman fyrir nær-
fellt hálfri öld til að kosta fyrstu heildarútgáfu kvæða St. G.
St„ Andvökur I—III, einna yngstur og snauðastur þeirra ágæt-
ismanna.
Svo er Páll íslenzkur í eðli sínu, hugsun og tungutaki, að
þar skortir ekkert á. Meira að segja yrkir hann eins og heima-
Islendingur, eins og þetta erindi úr kvæðinu Vor sýnir:
„Á íslandi þekktum við árstíðir tvær,
og allt, sem við liðum, var bundið við þær,
þótt oftast það væri nú vetur.
Því lofuðu allir þann aufúsu gest,
sem örvaði gróður og lífgaði flest.
Þá leið þeim og búnaðist betur."
Það vekur lesandanum gaman að finna mann, sem aldrei
hefur litið ísland augum, yrkja þannig. Þó skilst lesandanum
:'ð slík innlifun í lífsbaráttu heimaþjóðarinnar er ekki gaman-
mál, heldur sprottin upp af djúpum tilfinningum gagnvart
‘Tttjörð feðranna og því fólki, sem þar býr. Og hvort mun
þá ekki á næsta leiti ríkjandi löngun í huga höfundar að sjá