Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 68

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 68
300 EIMREIÐIN Mikil er trú þín, kona, þá nótt, er þú líf þitt leggnr i lófa hins ókumia manns og svarar með einu orði öllum spurningum hans. Mikil er trú þín, kona. Mikil er ást þin, kona, i dag þegar langt er liðið á 'líf ykkar — þitt og hans — og enn skulu armlög þín vera athvarf liins synduga manns. Mikil er ást þin, kona. EIMREIÐIN vill gjarnan birta sem fjölbreyttast efni, og henni væri kærkomið, að lesendur hennar sendu henni fróðlega og skemmtilega þætti um sérstæða og merka menn og merkilega atburði, jafnt frá liðnum tírna og líðandi stund. Þá óskar hún að fá greinar um ýinis þau vandamál, sem verða lesendum hennar umhugsunarefni, og ennfremur nýmæli, er menn kynnu að koma auga á til bóta í menningarlegunr efnum, atvinnulífi eða Jrjóð- arhögum. Ritstjóri Eimreiðarinnar, Pósthólf 1342, Reykjavik. Að afnema trúna á persónulegan guð væri sama sem að nema sóli'ia burt úr jarðstjörnukerfinu. Allt öðru máli er að gegna, hverjar hug- myndir menn gera sér um guð; trúin á persónulegan guð hefur verið Jrörf allra þjóða á öllum tímum, þó að stundum hafi þær villzt frá ln 1 í einhverju fáti. BenecLikt Sveinhj. Gröndal■

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.