Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 69

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 69
Þorpariiin eftir John Fante. John Fante er amerískur höfundur, fæddur 8. apríl 1911 af ítölskum foreldrum. Faðir hans var fæddur á Ítalíu, en móðirin í Ameríku. Hann gekk í unglingaskóla hjá jesúítum í Denver. Síðar við háskólanám við Colorado-háskólann, en lauk ekki prófi. Hefur skrifað fjórar skáldsögur og eina bók smásagna. Auk þess hafa smásögur hans birzt í ýmsum bók- menntatímaritum vestan hafs. Skáldsaga hans Wait Until Spring, 1938, vakti mikla athygli. Smásögur hans margar eru öllu eftirtektarverðari, en þær fjalla gjarnan um erfiðisfólk af ítölsku kyni, sem ekki hefur enn fest rætur í hinum nýja heinii, sbr. smásagnasafnið Dago Red, 1950. Hann býr yfir ríkri en hljóðlátri kímni. Systir Agnes hafði verið kennari minn í átta ár. Hún þekkti mig betur en móðir mín, en mamma er nú eins og hún er. Það var til að mynda systir Agnes, sem sótti mig til lög- f'eglunnar, þegar ég braut götuljósin. — Lögregluþjónninn hringdi til mömmu, en mamrna trúði honum ekki. Hann. Corelli lögregluþjónn liafði staðið okkur Jack að verkinu. Ég stóð rétt við hliðina á Corelli, þegar ltann talaði við mömmu, °g' ég heyrði rödcl hennar í símanum. .,Þetta hlýtur að vera misskilningur," sagði hún. „Jimmy sonur minn mundi aldrei gera slíkt.“ .,En ég er að segja vður, að þetta er hann sonur yðar,“ sagði Gorelli. „Hann stendur hérna hjá mér, hann James Kennedy." „Ó, nei,“ sagði mamma, „yður hlýtur að skjátlast; það er 'jöldinn allur, sem ber þetta nafn. Sonur minn hegðar sér a^s ekki svona.“ Hún lagði niður heyrnartólið. Corelli lögregluþjónn hristi höfuðið. „Þú hefur svei mér þyrlað ryki í augun á henni," sagði hann. Síðan spurði hann mig í hvaða skóla ég væri. Eg sagði honum, að ég væri í Sankti Vincent-skólanum, í ‘Þtunda bekk. Hann hringdi í systur Agnesi, því að hún er

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.