Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 70

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 70
302 EIMREIÐIN yfirkennarinn, og hún kom strax í bíl til varðstöðvarinnar. Faðir Jacks var kominn rétt á undan systur Agnesi. Okkur samdi ekki sem bezt, herra Jenson og mér. Hann hristi krumluna framan í mig og sagði: „Þetta er allt saman þér að kenna!“ ,,Ég braut tvo lampa,“ sagði ég, „Jack braut hina tvo.“ „Það er lygi,“ sagði Jack. „Ég braut lampann á horninu, og þú veizt það vel. Þú hittir aðeins einn, en ég braut þrjá.“ „Því segir þú þetta, Jack?“ sagði ég. „Það er alls ekki rétt." „Ha, — livað segirðu?“ „Ég veit ekki, hver braut hvað,“ sagði Corelli, „en fjórir lampar eru brotnir, — það veit ég með vissu, og þetta er al- menningseign.“ Þá kom systir Agnes til skjalanna. „Þetta er skammarlegt,“ sagði hún við mig, „fram úr hófi skammarlegt. Hugsa sér að þú, kaþólskur drengur, sonur guð- hræddra foreldra, lærlingur í kaþólskum skóla, skulir valsa um og eyðileggja almenningseign. james, ég hef aðvarað þig einu sinni, ég hef aðvarað þig þúsund sinnum um að forðast slæman félagsskap." Herra Jenson glennti upp augu og munn. „Bíðið þér nú við augnablik, fröken,“ sagði hann. „Þér kallið drenginn minn slæman félagsskap! Það má vel vera, að þér séuð heilög jómfrú, fröken góð, en ég ætla ekki að lilusta á það, að þér kallið drenginn minn glæpamann." í satna bili rak Jack tunguna út úr sér framan í systur Agnesi. „Ég sagði ekki, að liann væri glæpamaður.“ „Hættum nú öllu rifrildi og reynum að komast til botns i þessu,“ sagði Corelíi. „Jæja, drengir, því gerðuð þið þetta?“ Jack leit á mig. „Þú getur sagt honum það.“ „Við veðjuðum," sagði ég. „Lentir þú nú líka í veðmáli, James Kennedy?“ sagði systn Agnes og andvarpaði. „Þú veizt, að það er synd.“ „Ekki mjög stór synd,“ sagði ég, „Við veðjuðum ósköp litlu.“ „En sú óskammfeilni,“ sagði hún.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.