Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 78

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 78
310 EIMREIÐIN „Það er nú ekki mikið.“ „Auðvitað ekki; aðeins smáræði eins og bankarán eða eitt- hvað þess liáttar, — og þú hefur náttúrlega ekki lyst á epla- köku?“ „Aðeins svolítilli sneið.“ „Það veit ég,“ sagði hún. „Aðeins bragð!“ Ég settist við endann á langa matborðinu. Þar voru sex rjúkandi heitar eplakökur. Systir Tómasína skammtaði mér nærri hálfa köku. „Við eigum líka til rjómaís með jarðarberjum," sagði hún, „en ég geri ekki ráð fyrir, að þú kærir þig neitt um hann, — að minnsta kosti ekki mikið!“ „Bara aðeins bragð.“ Hún setti stóran skerf af rjómaís ofan á kökuna. „Þetta er alveg nóg!“ „Ertu viss?“ „Alveg viss.“ Eplakakan var heit, og ísinn bráðnaði, og bleikur rjóminn blandaðist eplunum og öllu kryddinu. Þetta var fyrirtaksgott, ennþá betra en súkkulaðikakan hjá föður Cooney. Systiv Tómasína beið þess, að ég væri nærri búinn, áður en hún talaði við systur Agnesi í innanhússsímann. Nunnurnar í Sankti Vincent höfðu allar ótta af systur Agnesi, því að hún var príorinnan og réð yfir þeim. Ég var með síðasta bitann í munninum, þegar hún birtist í dyrunum. „Hvað á þetta að þýða?“ „Hann leit út fyrir að vera svangur," svaraði systir Tóm- asína. „Svangur! Hann virðist alltaf vera svangur, — þorparinn sá arna!“ Ég stóð upp og þurrkaði mér um munninn með handai- bakinu. Systir Agnes var svo reið, að hún stappaði fætinum í gólfið. Hún gekk að tóma diskinum mínum og sló í hann með gafflinum. „Systir Tómasína! Ég hef bannað þér að fæða þessa stráka; ég hef sagt þér það hvað eftir annað. Hvernig í ósköpunum á ég að halda aga hér í skólanum, þegar þeir eru verðlauu-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.