Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 80

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 80
312 EIMREIÐIN Hún brosti aftur. „Og livað föður þínum viðvíkur, þá þarft þú ekki að vera áhyggjufullur, — ég ætla ekki að tala við hann.“ „Ó, systir! Þakka þér fyrir.“ „Flýttu þér nú heim, og mundu nú að kasta ekki grjóti í neitt framar.“ Ég flýtti mér í burtu, beint yfir grasflötina. Að öðru leyti en því, að ég hafði borðað heldur mikið, leið mér ágætlega. Skuggar mösurtrjánna féllu yfir grasflötina, sólin, stór og eldrauð, var að hverfa bak við dimmblá fjöllin. Ég gekk hratt nokkurn spöl, en þá datt mér allt í einu í hug, hvað mundi hafa skeð, ef faðir minn hefði kornizt að þessu, — á hverju ég hefði þá mátt eiga von. Ég staðnæmdist snögglega og dró andann djúpt. En þá mundi ég allt í einu eftir bæn minni til guðs, svo að mér létti aftur. — Ég hallaði mér upp að einu trénu og fór að gráta. Sá grátur var allt öðru vísi en þegar ég var að gráta í eldhúsinu hjá systur Tómasínu. Þetta var raunverulegur grátur, og ég titraði og skalf, svo að ég hélt að ég myndi springa, — ég gat ekki hætt, — ég reytti börkinn af trénu og hélt áfram að gráta. Loksins hélt ég aftur af stað heim til mín. Sólveig Jónsdóttir þýddi úr ensku. EIMREIÐIN ósknr nllum lesendum sínum og viðskiptamönnum GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS og jjakkar forna tryggð og nýja. Útgefendur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.