Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Qupperneq 86

Eimreiðin - 01.10.1956, Qupperneq 86
318 EIMREIÐIN En hvað um nýju kvæðin? Ekki sé ég nein afturfararmerki á þeim. Menn lesi til dæmis Sxiöur yfir hœö ir (ort 1948) og Þú ert fegursta tréö (ort 1954) og dæmi sjálfir. Lesið þessa bók. Hún hefur ekk- ert að geyma annað en fegurð og hreinleika og ást á því. sem er fagurt, satt og gott. Þóroddur Guðmundsson. Geir Kristjánsson: STOFNUNIN. Mál og menning 1956. í þessari bók eru ellefu sögur, all- ar stuttar nema ein, sú, sem bókin dregur nafn sitt af. Höfundurinn mun vera allvel rit- fær, og hann mundi geta brugðið ýmsu fyrir sig í stíl og gerð smá- sögu. En á öðru leitinu við rit- og stílgáfu og listrænt lag virðist vera hin megnasta og ódámlegasta ónátt- úra. Val á efni og persónum er þannig, að menn mættu halda, að höfundurinn hefði aldrei átt neinu góðu að mæta um dagana, aldrei þekkt manndómsmann, aldrei góð an dreng, og væri svo vansæll og misþyrmdur, að ef einhver viki að honum góðu, þá svaraði hann með hnefahöggi. Fyrsta sagan er fiktkennd lýsing tveggja lítilsigldra manna, sem hvorki verða aumkunarverðir né spaugilegir í höndurn höfundar. í annarri sögunni er fjallað um utan- veltu gamalmenni, sem höf. virðist aðeins sýna til þess að sanna okkur, hve mannskepnan geti orðið grátt leikin af elli og hrörnun. í þeirri þriðju er okkur sýndur maður, sem er haldinn ofsóknarbrjálæði, en engin grein fyrir því gerð, hver rök til þess liggja. Fjórða sagan lýsir ómerkilegu manntetri, sem mis- heppnast að ná sér í sízt merkilegri kvensnift, og í þeirri fimmtu fáum við að vera drjúga stund í sam- félagi við mann, sem er á vakki úti fyrir híbýlum sínum og bíður þess, að konan hans og friðill hennar vakni eftir næturerfiðið. Og hann er svo sem hvorki í ofbeldis- né skilnaðarhugleiðingum, maður sá. Sú sjötta fjallar aðallega um dverg. sem fullnægir afreksþrá sinni og um leið sínum kvalalosta á því að mis- þyrma dauðri rottu í viðurvisf drengsnáða. Sjöunda sagan segir frá hjónum, sem eru gestir á erlendu hóteli. Hún hefst á þessum orðum: „En þetta garnagaul í þér! hreytti hún út úr sér,“ og endar þannig: „Á eftir kom hann til hennar og vildi að hún þýddist hann.“ Allt, sem þarna er á milli, er nokkurn veginn í samræmi við uppbafið og endinn. Hráefnið er áftunda sagan. Þar er lýst þýzkum nazistum á leið heim úr fangelsi í Rússlandi, auð- vitað hreinræktuðum illmennum — eins og við þekkjum þau af fjöl- mörgum lýsingum, illmennum, sem á öllum tímum veljast til vondra verka í þjónustu harðstjóra, ýmist á Spáni, í Þýzkalandi, í Rússlandi eða Ungverjalandi, og er ekki svo sem að Geir þessi bæti nokkru við það, sem áður hefur fram komið. Markaðurinn er ekki saga, heldur lýsing á erlendum markaði og því fólki, sem þar kemur. Þarna gefst höfundinum tækifæri til að þjóna fegurðartilfinningu sinni og manns- lund á margvíslegan hátt. Hann segir til dæmis: „Svo eru rnenn þar, stundum töluvert lengi, og hverfa þaðan læpulegir á morgnana með tóma pyngju og minningu um inn- antómt frethljóð milli berrar bringu og nakinna konubrjósta. Og ennfremur: „því venjulega legg'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.