Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 20

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 20
166 ÉtMRElÐlh' söfnun, en það var ekki óalgengt, að ef menn voru svo heppnir að fá skáldastyrk, að þeir yrðu að verja honum í prentkostnað á rit- verkum sínum. Það stóð nefnilega þannig á um þetta leyti, að þá voru hreint engir bókaútgefendur starfandi í landinu. Ársæll Árna- son var hættur, Þorsteinn Gíslason, sem seinni árin hafði verið þeirra stórvirkastur, var einnig hættur, Sigurður Kristjánsson orð- inn gamalmenni og hættur af þeim sökum, Oddur Björnsson á Akureyri hafðist ekki að um bókaútgáfu á þessum tíma, Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar gaf sig einkum að útgáfu kennslubóka — og þannig mætti lengur telja. En síðar komu til sögu nýir útgef- endur, svo sem Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri og ísafold. Ég minntist á, að rithöfundar hefðu tíðum orðið að nota skálda- styrkinn eða hluta af honurn til þess að kosta útgáfu á verkum sín- um, og þannig var því einnig varið um mig fyrst. Ég fékk skálda- styrk í fyrsta skipti árið 1922, en svo engan aftur fyrr en 1927. Þá voru það 500 krónur, sem voru ekki litlir peningar á þeim tíma. Á árunum þarna á milli hafði ég þó gefið út bók eins og Veður öll válynd og skrifað ýmsar af mínum beztu smásögum. Ég frétti síðar, að ástæðan til þess að ég fékk engan styrk jressi ár liafi verið sú, að þáverandi forsætisráðherra hafi reiðzt heiftarlega grein, sem ég skrifaði í blað, er ég stjórnaði austur á Seyðisfirði, og hafi hann algerlega þvertekið fyrir, að ég hlyti nokkurn styrk úr ríkis- sjóði. Varst þú farinn að hafa afskipti af stjórnmálum á þessum árum? Ég taldi mig sjálfstæðismann, það er að segja, ég fylgdi að mái- um gamla Sjálfstæðisflokknum. En þá var mikið riðl komið á flokk- ana, og ég fann, að Sjálfstæðisflokkurinn gamli var að leysast upp, og 1924 var íhaldsflokkurinn stofnaður. En með í stofnun hans vildi ég ekki vera. Ég gat þó ekki látið vera að velta vöngum yfir þjóðfélagsmálunum og gruflaði út í þau, og upp úr þessu fór að vakna hjá mér tilhneiging til þess að kynna mér jafnaðarstefnuna. Vorið 1924 kom ég til Reykjavíkur austan af Seyðisfirði. Þá kynntist ég Haraldi Guðmundssyni, síðar ráðherra og ambassador. Ég spurði hann spjörunum úr um þessa hreyfingu, og við gengum úti heila nótt um Reykjavík og nágrenni bæjarins og Haraldur fræddi mig um margt. En jafnaðarmaður varð ég þó ekki strax. Það varð ég ekki fyrr en þrem árum síðar eða síðasta árið, sem ég dvaldist í Noregi. Þar kynnti ég mér allt, sem ég gat um sósíalisma, las til dæmis blöð flokkanna, en þá voru þar þrjú sósíalistisk flokksbrot,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.