Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 25
RÆTT VIÐ HAGALÍN SJÖTUGAN 171 mér til mikilla nota, eins og áður er drepið á. Þarna í sýslubóka- safninu á Þingeyri las ég til dæmis í fyrsta sinn norsku stórskáldin Björnson, Ibsen, Lie og Kielland, og auk þess Tolstoy, Turgenev og fleiri ágæta höfunda, sem ég skildi — ef ekki að öllu leyti með heilanum, þá með tilfinningunum. Og brátt rann það upp fyrir mér, hvert gildi slík bókasöfn hefðu fyrir menningu þjóðarinnar. Þegar ég svo kom til Reykjavíkur, notfærði ég mér Landsbóka- safnið og bókasafn Menntaskólans — og alltaf stækkaði sú andlega veröld, sem ég hafði raunar haft hugboð um, að mundi býsna stór og forvitnileg. Síðan kom ég svo til Seyðisfjarðar, og hélt auðvitað áfram að lesa þar allt, sem ég náði til, og las ég þar firnin öll af bókmenntum. Á Seyðisfirði kynntist ég líka nýju fólki, bæði af Austfjörðunum sjálfum og ofan af Fljótsdalshéraði, fólki, sem var alið upp við allt önnur skilyrði og í talsvert öðru umhverfi en Vestfirðingar — og ég fann, að raunar hafði ég kynnzt gerð þessa fólks af kveðskap þeirra Stefáns Ólafssonar og Páls Ólafssonar. Þarna komst ég einnig í kynni við þjóðsagnaritarann Sigfús Sigfússon, en hann hefur skrifað stærst safn þjóðsagna, sem nokkur einn maður hefur skráð. Auk þess hafði Sigfús lifað sig svo inn í heim forn- sagna og þjóðsagna, að hann var kannski merkilegri af þeirri mót- un sem persóna, en fyrir nokkuð sem hann hefur skrifað. Það var bókstaflega eins og hann væri persónugervingur íslenzkra sagna og rímnagleði og hold af holdi íslenzkrar hjátrúar, hversu fjarstæðu- kennd, sem hún hefur virzt. Og það einkennilega var, að við mætt- umst sem jafningjar, þessi aldni þulur og ég — hann kominn á sjötugs aldur, en ég um tvítugt. Og við urðum aldavinir. Vér spyrjum Guðmund Hagalin, hvað á daga hans hafi drifið, fyrst eftir að hann kom heirn frá Noregi, en þá skömmu síðar fluttist hann til ísafjarðar og gerðist þar bókavörður við bcejarbókasafnið. Eins og áður er komið fram, var ég í Noregi fram á mitt árið 1927, en eftir að ég kom heim, gerðist ég um tíma blaðamaður við Alþýðublaðið. Ég fluttist svo til ísafjarðar árið 1928. í Noregi kynnt- ist ég fyrst bókasafnskerfi, sem verið var að koma á í skólum, sveit- um og bæjum, — og varð ég þess greinilega vís, hve mikla þýðingu þetta hafði fyrir allan almenning. Þetta kerfi var þá að vísu ekki orðið fullmótað, en það var komið vel á veg. Mér þótti því sem ég hefði öðlazt töluvert hlutverk, þegar mér bauðst bókavarðarstarf á ísafirði fyrir tilstilli þeirra Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu og Vilmundar Jónssonar læknis. Og ég tók þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.