Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Page 39

Eimreiðin - 01.09.1968, Page 39
FÖRUNAUTARNlR 185 var sem skrjáfaði í moldarlérefti. Eftir alllanga stund steig ég á bak og lét hestinn lötra. Hann lagði kollhúfur í skuggalegu glufrinu. Og hundurinn tók að geyja. Hendur mínar voru ekki jafnstyrkar og áður, hjartsláttur- inn of ör. Ég svitnaði undir sjálf- um mér, er ég sá mannsmynd og hests samsíða mér. Krossmark gerði ég öðru hverju. Þá hvarf J)essi reykur. Ég fagnaði því, er eyðidalur- inn og gljúfrið voru að baki. Andrúmsloft angistar og dauða fyllti dalinn. Það fundu allir, sem fóru Jaangað til grasa eða berjalesturs eða í leit að týndri silfurbergsnámu. Komin voru náttmál, og það dimmdi æ meir. Tungl óð í skýjum. Hrossagaukur renndi sér í sífellu um loftið, og það var eins og ómurinn syngi mér snögg\'ast í æðum. Ég lagði leið mína á læknis- setrið, er var skammt burtu, að- eins stundarf jórðungs reið. Læknirinn var staddur úti á hlaði og hjó birki úr viðarkesti í eldinn. „Hvaða skrambans reiðfantur ertu? Og hefurðu sundriðið? spurði hann. „Það er svo hlýtt í veðri. Fugl- inn er farinn að elska,“ svaraði ég. Ég spurði, hvort ekki væri óvenju snemmt, að gráreynir við stofugluggann væri tekinn að laufgast. Læknirínn bauð mér inn, en vinnumaður háraði hesti mín- um ornaðri töðu í góðu afdrepi. Von bráðar var mér borið kaffi, og læknirinn gaf mér staup af brennivíni út í. „Þú ert fölur, líkt og eldingu hafi lostið niður í grennd við þig og rafmagnið ekki látið þig ó- skaddaðan með öllu,“ sagði lækn- irinn og smiltraði. „Ylur vorsins læsist út í hverja taug,“ anzaði ég og færði mig í skuggann af ljósinu. „Ég held því nær, að gróðrarangan frá Azoreyjum berist með vindin- << um. Eftir nokkra þögn mælti ég: „Hvað er að frétta af Hem- ingi?‘ ‘ „Jú, þrátt fyrir allt kannar hann nýja stigu, og hann hefur enn góða von um bata, skrifaði hann síðast. Vonandi, að ekkert óhapp komi fyrir. En bráðum koma nýjar fréttir af honum, að ég ætla.“ „Þið hafið orðið að fella Skúm hans — vegna fótbrots?" spurði ég í ofvæni. „Já, eða það er látið heita svo,“ anzaði læknirinn. „Ef til vill hefði honum batnað þessi helti. Sjálfur gat Hemingur engum unnt að stíga á bak hesti sínum. Ég vildi leysa Heming af þeim ótta, að ég notaði Skúm í viðlög- um í læknisferðum mínum um þetta stóra hérað. Verði honum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.