Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Page 40

Eimreiðin - 01.09.1968, Page 40
186 ÉlMRElÐltí þess auðið að koma heim, veitist mér auðvelt áður en langt um líður að láta hann hafa annan hest jafngóðan Skúmi.“ „Hemingur minntist á þig í síðasta bréfinu," hélt læknirinn áfram. „Hann spurði, hvort þú værir ekki hamingjuhrólfur, eins og fyrr, hvort nokkurt lát væri á heilsu þinni, hvort Gull- inbursti þinn myndi reynast frá- bær veðhlaupahestur á brezka vísu — að mínum dómi. Hann spurði einnig, með hverjum þú færir í útreiðar, síð- an hans missti við, hvort þú rið- ir oft á fjöru, hvort þú ættir heitkonu, hvort þú hefðir enn veizlur stórar í ónstofunni." Ég hafði ekki augun af lækn- inum, vildi lesa orðin af vörurn hans, áður en hann sagði þau. Fannst Hemingi ef til vill ég Iiafa brugðizt honum, svo að hann vildi gera mér eitthvað til rniska? Axlaðu byrði þína, þá færðu að vita um þrek þitt. Ég hafði ekki að fullu gert mér grein fyrir skipbroti hans, sent honum of sjaldan línu. Ég stóð upp og virti fyrir mér mynd af Hemingi, er hékk á vegg þar í viðhafnarstofunni Hárið var ljósjarpt, óvenjulega sítt, silkimjúkt; drættimir um munninn voru dálítið við- kvæmnislegir; augun voru blá og minntu á ljómandi amethysta, er stöku sinnum komu í ljós undan jöklinum. Brúnt litaraft hans og drættir í andlitinu minntu á Indverja. Einhver dul- arfullur, munaðarlaðandi mátt- ur fylgdi honum alltaf. Ég gekk nokkur skref þaðan og sá sjálfan mig óljóst í konsols- spegli, er stóð í einu horninu og náði upp að lofti. Ég var litverp- ur, svart, gljáandi hárið var svitastorkið, augun, svört sem hrafntinna, sindruðu annarlega. Ég þótti minna allmjög á Frans- mann, og orsök þess var rakin til strandmanns frá Frans. „Þú verður að gera þig að manni,“ sagði læknirinn, hellti í bollann minn og fyllti staupið í þriðja sinn. Til þess að draga úr áhrifum vínsins át ég pompola- brauð með og drap á það súru smjöri og kæfu. Þegar ég hafði tafið eina stund, kvaddi ég með virktum, steig á bak og hélt af stað heim með glös af arnicu og sol. aetha- cridlin lact. og fleiru, sem ég hafði viðað að í húsapótek mitt. Ég reið fót fyrir fót. Gleði mín var horfin. Fram að þessu hafði mér alltaf fundizt ég verða fleyg- ur á vorin. Skyldi Hemingur hafa misst trúna á það, að hann ætti eftir að njóta Skúms sjálfur? hugsaði ég. Var hann gramur af því, að ég skyldi eiga kost á sætleika þessa heims — en hann troða hel- veg?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.