Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Page 42

Eimreiðin - 01.09.1968, Page 42
YNGVI JÓHANNESSON: TVÖ KVÆÐI SIGMUND FREUD Aleinn þú lagðir á myrkviðinn mikia, mannanna óvitsheim. Sé ég þig brúnirnar hvasseygu hnykla, horfa á hinn örvita sveim. Fullskyggn án ótta einn varst í samtíð, þorði og þoldi allt, frumalda djúpin, dimmskýja framtíð, karlmannlegt vit þitt og kalt. Heitt var þó hjarta og hjálpfús var mundin, sem lék sér að Mjölni svo létt. Finngálknið skelfdist: Skilningur fundinn, gátan var ráðin rétt. BYLTINGAMENN Og jafnvel úr hlekkjunum suðu þeir sverð í sannleiks og frelsisins þjónustugerð. En sannleik og frelsi áttu þó ekki: Aftur úr sverðunum gerðu þeir hlekki.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.