Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 51

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 51
UNG SKALDKONA FINNSK eftir Baldur Pálmason Lítið þorp utanvert við Ábo eða Turku heitir Pargas og er í eða við skerjagarðinn finnska. Meðal íbúanna þar er ung stúlka, sem heitir Ulla-Lena Lundberg. Hún er rúmlega tví- tug, fremur lág vexti og fín- gerð, ljóshærð og bláeyg. Þessi lýsing á við margar ungar stúlk- ur hvarvetna um Norðurlönd, en þegar ég bæti því við, að hún gaf út ljóðabók 15 ára að aldri, hefur ritað útvarpsleikrit, sem vakið hafa athygli o. fl. o. fl„ þá fer að verða óhætt að gera ráð fyrir, að Pargas skáki flestum stallþorpum sínum, jafnvel hvar sem er á kúlu jarðar. í janúar 1968 heimsótti ég þessa ungu skáldkonu ásamt fleira útvarpsfólki frá Norður- löndum, og þágum við hjá henni síðdegiskaffi. Hún hefur til um- ráða nokkuð gamalt tvílyft og járnklætt timburhús, fremur lít- ið um sig. Móðir hennar, sem er víst ekkja, á húsið, en er flutt burtu, svo að Ulla-Lena og systir hennar hafa það fyrir sig. Þarna gaf að líta öndvegisbækur, ekki sízt norrænar, margar í sænskri þýðingu, og voru þar á meðal fá- einar eftir Halldór Laxness. Ljóðabókin hennar Ullu-Lenu kom út 1962 og heitir Utgángs- punkt — kannski héti hún Heim- draganum hleypt á okkar máli, — og hún hefur að geyma 30 ljóð, órímuð eða mestmegnis svo. Hafa skal í lruga, að Ulla-Lena var aðeins 15 ára, þegar bókin kom út, og flest ljóðin munu ort þegar hún var árinu yngri. Fyrsta kvæði bókarinnar heitir Stein- höggvari, og birtist það, ásamt nokkrum fleiri smáljóðum þess- arar ungu skáldkonu, á öðrum stað í þessu riti. Árið 1964, þegar Ulla-Lena var 17 ára, tók hún þátt í leik- ritasamkeppni, sem norrænar út- varpsstöðvar efndu til, og Iilaut 2. eða 3. verðlaun, minnir mig, fyrir leikrit sitt Núll, sem hef- ur að höfuðpersónu 16 ára stúlku, og viðurkennir höfund- ur, að þar hafi hún notað eigin lífsreynslu sem ívaf og jafnvel uppistöðu á köflum, og kvaðst hún telja slíkt eðlileg vinnu- brögð. Þetta leikrit hefur verið leikið í útvarp í Noregi og Sví-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.