Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 54

Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 54
200 EIMREIÐIN sín frá síðara heimsstríðinu; ég dreg mín dæmi úr nærtækari at- burðum. Víetnam ætti að vera okkur nærtækasta kennslubókin í sögu. Svo er okkur sagt að ekki sé hægt að vinna sögu úr baráttu fyrr en baráttunni er lokið. Viðhorf okkar eru lituð áður en baráttan er til lykta leidd. Þegar henni lýkur byrjar mál- verkið að skapast. Séð úr ákveðn- um sjónarhornum: sanngirninn- ar, orsakanna, málsvarnarinnar, hugmyndafræðinnar, valdabar- áttunnar, í ljósi minninganna, með sögulega fjarvídd í huga og skilgreiningu. Víetnam er fyrirtæki æskunn- ar: Það ræður gerðum okkar og viðhorfum. Æskan er óreynd og rík af hugsjónum. En ekki jafn rík af hugsjónum og hinir mekt- ugu vinir okkar í Washington, — enda væri ósvinna að halda slíkt. Ég ólst upp rneðal fólks, sem hataði Rússa. Nú er ég byrjuð að læra rússnesku, og enginn hef- ur neitt við því að segja. Þannig breytir sagan sér. Ég ólst upp í landi, sem var nauðbeygt til að halda góðum tengslum við Sovét- ríkin; nú er þetta samband land- anna orðið mjög vinsamlegt. Ég er þakklát landi mínu fyrir þá framvindu mála. Ég fæddist eftir stríðið. Og það var ekki mitt stríð. Það voru ekki mínir kunningjar, sem féllu, ég þekkti þá ekki, — hvorki sem menn eða hetjur föð- urlandsins. Ken fæddist eftir stríðið. Hann fæddist eftir sprengjuna. Eftir sprengjuna, — viðmiðunarstað í tímatalinu. Hann snuddaði for- vitinn kringum bandarísku her- mennina á götunum í Osaka; þeir höfðu hernumið land hans að loknu stríði, sem hann átti enga aðild að. Japanir báru sig hyggindalega að, þeir vinsuðu það bezta úr hernáminu, og Bandaríkjamenn höfðu sig hljóðalaust á brott — en fyrir siðasakir héldu þeir herstöð sinni á Okinawa, og nú eru farn- ar mótmælagöngur í Japan og rifizt mikið vegna hennar — og þar eru á ferðinni þeir, sem áttu ekki neinn þátt í stríðinu. Hvil í friði: maðurinn drýgir ekki slika synd öðru sinni. Þetta er þýðing áletrunarinnar á minnismerkinu í Híróshima. En mannkindin lætur sig þá ekki muna um að hafa í hótunum, að Jregja í hel fréttir af slysum, sem orsakast af ofgeislun, henni er ómögulegt að gera sér grein fyrir afleiðingunum af fyrri synd sinni. — Við, sem fæddumst á Honshu-eyju eftir sprengjuna miklu, erum bara tilraunakanín- ur annarrar kynslóðar, segir Ken.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.