Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 55

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 55
VXC, SKÁLDKONA FINNSK 201 Á morgun kemur Eugene Or- mandy og Fíladelfíuhljómsveit- in til Mihvaukee. Níunda hljóm- kviða Beethovens, draumur eftir draum. Á eftir skulum við tala um raunhæf efni í yfirgrips- miklu samhengi. Eftir morgundaginn rennur dagur enn. * Ég þykist ekki í vafa um, að þessi finnska skáldkona, Ulla- Lena Lundberg, eigi eftir að kveðja sér afdráttarlausara hljóðs í norrænum bókmenntaheimi, ef henni endist aldur. Hana virðist ekki skorta til þess gáfur, viljastyrk eða jákvæð viðhorf til lífsins. ULLA-LENA LUNDBERG: Finnsk nútímaljóð STEINHÖGGVARI Þarna heggurðu steininn steinhöggvari Lengi hefurðu beðið eftir undrinu og þegar það birtist svafstu Höggðu áfram dýpra steinhöggvari Meðan þú aflar þér brauðsins deyrðu ekki ráðalaus Meðan þú getur gripið til ráða þinna verður þér ekki svefns vant Meðan þú nýtur svefnsins sefurðu

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.