Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 62
208 ElMRElÐlN svo fara, að þú þurfir við allrar karlmennsku þinnar. Glámur: Þó munum við nú kaupa þessu. En hafa vil eg jafnan kjöt feitt og hrossaslátur til matar. Þórhallur: Eigi hæfir það vel góð- um mönnum og þó sízt, er fasta hefst. Glámur: Mörg hindurvitni hafið þið, er eg sé til engis koma. Ferst mönnum í engu betur síð- an sá háttur var upp tekinn. Þórhallur: Ekki er það þó krist- inna manna háttur, og er það tröllum einurn ætlandi, að hlíta ekki slíkum siðum. Glámur: Stórum þykir mér þá hafi verið betri siður, er menn voru heiðnir kallaðir og fóru ekki með slíkt, og vil eg víst hafa mat minn þá daga sem áður. Þórhallur: Svo kann að verða, sem þú krefur til, en eigi þykir mér giftusamlega við horfa, ef svo fer fram, sem nú er um rætt. En förum nú á fund Skafta og þeirra félaga. (Þeir fara.) II. ÞÁTTUR Skálinn á Bjargi. Eldur er á arni. Ásmundur hærulangur situr við eldinn. Ásdis situr skammt frá og spmtiur á snældu. Ásnvyndur (raular): Hef eg lönd og fjöld frænda flýt, en hitt er nýjast. Kröpp eru kaup, ef hrepp eg Kaldbak en eg læt akra. Ásdis: Ömurleg var landganga Ön- undar á Ströndum norður og ólíkt farið en landnámi Ingi- mundar langafa míns, sem valið gat úr góðhéruðum hér í Húna- þingi, og er fáurn hent að etja kapp eða metnað við Vatnsdæli. Ásmundur: Satt er það að vísu, að Önundur kom því nær að al- byggðu landi og átti þess ekki kost að velja sér búsetu eftir beztum landsnytjum, en þó er rekasælt um víkur og nes norð- ur þar, og fiskisælt er við Fló- ann. En því kom Önundur svo seint út, að hann stóð manna lengst móti ofríki konungs og barðist við hann til úrslita. Ásdis: Einsýnt er, að Önund hefur mjög skort giftu til jafns við skörungsskap og karlmennsku. Aftur naut Ingimundur bæði forsjár og hamingju til að ná vináttu konungs, meðan þess var kostur. Ásmundur: Göfugur maður var Ingimundur bóndi og forvitri, en trauðla verður það talinn skörungsskapur að ganga til liðs við konung, þegar höfðingjar bundust samtökum til að verja óðul sín og eigur. Ásdís: Hvað stoðar góður tilgang- ur, ef vald og orka eru ekki jafn- framt fyrir hendi? Væri vel, ef betur erfðust í ættum vorum fé- sæld og forsjáni, en óstýrlæti og ofurkapp, en nú ber nýrra við, er Grettir gengur hér í skálann og þó langt til dagseturs. Grettir (kemur inn): Hlýrra er hér við arineldinn en úti í norðan- nepjunni. Ásmundur: Hverju sætir, frændi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.