Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 68

Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 68
214 ElMRElÐlN því það fyrir að dysja liann, þar sem þá var kornið. Grettir: Ekki tel eg mjög að því, þótt eigi lilyti Glámur leg að kirkju. Mun hann og það ógjarnan hafa kosið, svo sem frá honum er sagt. En hvað gerðist næst tíðinda? Þórhallur: Litlu síðar urðu menn þess varir, að Glámur lá ekki kyrr. Tók hann að ríða húsum svo mjög, að lá við broti. Hefur hann og nú því nær eytt bæinn að fénaði og svo mönnum. Grettir: Hugleikið er mér að sjá fjanda þann. Vil eg hér kjósa mér náttstað og gista að þér og vita, livað verður til tíðinda. Jökull: Þetta tel eg hið mesta óráð. Eigum við frændur mikið undir þar sem þú ert, því enginn þykir nú slíkur að vaskleik sem þú. Mun engin gæfa fylgja að lúta að því, sem hér liggur fyrir. Þórhallur: Þökk mikla kann eg þér, Grettir, fyrir boð þitt. Er mér traust mikið að nærveru þinni, slíkur afreksmaður, sem þú munt vera. Er það og ungra manna að geta sér frægðarorð með því að leysa þrautir nokkr- ar, þótt torveldar þyki. Jökull: Betra er að fást við mennska menn, hversu miklir fyrir sér sem þeir kunna að vera og illir viðskijDtis, en egna til við sig óvætti slíka sem Glámur er sagður. Að því varð og Þórgauti hinum síðasta sauðamanni þín- um, Þórhallur, eða fannst hann ekki dauður við dysina Gláms? Þórhallur: Ekki verður því neitað, að ógiftusamlega tókst til um Þórgaut og var hann þó hraust- ur maður. Þó mun hann ekki verið hafa jafnoki Grettis, hvorki unr afl né áræði. Cirettir: Ekki mun þér, Jökull frændi, tjá að sjá ráð fyrir mér. Vil eg þar einn með fara. En þá er öðrum vá fyrir dyrunr, þeg- ar einn er inn kominn, og hygg að, hversu þér nrun sjálfunr farn- ast, áður yfir lýkur. Jökull: Vera kann, að báðir sjáum við nokkuð fram, þó hvorugur fái að gert, en það ætla eg, að sannast nruni á þér, að sitt er hvað gæfa en gjörvileiki. Grettir: Ekki var það háttur hinna fyrri Vatnsdæla, að víla fyrir sér hverja raun, þótt tvísýn þætti, og ekki latti Jökull afi Jrinn ferðarinnar á fund Ljótar kerl- ingar, og var hún Jró hin mesta fordæða. Er nú sem atgjörvi og afrek Vatnsdæla séu mest eftir sig orðin. Jökull (með þykkju): Jafnan voru það ráð hinna vitrari Vatnsdæla, sem úrslitum réðu, Jregar tvísýnt þótti um viðhorfin. En eg sé nú gerla, að Jrað er satt, sem sagt er, að jafnan dregur til þess, sem verða vill. Nú mun eg ei hér lengur dveljast. En eg vænti komu þinnar, Grettir, Jaegar þú hefur lokið gæfuraun þeirri, er hér bíður Jjín. (Þeir kveðjast. fökull fer.) Þórhallur: Reiður var nú Jökull, frændi þinn, og væri illa, ef þú hlytir vandræði af mér. Er sann- ast að segja, að þótt þú kunnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.