Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 69

Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 69
grettir ásmundsson 215 að komast heill héðan á burt, þá veit eg fyrir víst, að þú missir hest þinn. Grettir: Gott mun mér verða til hesta hjá Jökli frænda mínum, hvað sem um þennan verður. En eg ætla þó, að hest minn muni ekki saka. Þórhallur: Vel bregður þá við þína komu, því enginn hefur hér til haldið sínum fararskjóta, sá er gist hefur. Grettir: Eigi má eg þá minna hafa fyrir hest minn en sjá þrælinn, og mun eg þá gista hjá þér nótt aðra, ef með þarf. Þórhallur: Ekki er þá betra að sjá vominn, ef ekki vinnst á að fvrir- koma honum. En góð þykir mér hver sú stund, er þú vilt með mér dvelja, og því betra sem lengur verður. En nú er dagur liðinn að kvöldi og búumst til svefns, ef þess verður kostur. Grettir: Ekki mun eg af klæðum fara svo búið. Mun eg halla mér hér í setið. Þú, bóndi, skalt |rig í engri hættu hafa, mun og til mín stefnt, ef eitthvað gjörist tíðinda. Þórhallur: Svo er nú komið, að við eigum báðir ærið undir, hversu til tekst. En hlíta mun eg ráði þínu og hafa mig lítt í frammi. (Hann fer.) (Grettir leggst fyrir á fletinu og breiðir feld yfir sig. Það dimmir í skálanum, högg og undirgang- ur heyrist.) Glámur (kemur inn, skyggnist um): Hér er tómlegt og heldur fálið- að, en hvort mun þó ekki húka þar í fletinu ofláti sá, er svo mik- ið kapp hefur lagt á að finna mig? (Þrífur í feldinn. Þeir svipta honum sundur.) Grettir (sprettur upp): Ekki skal fjandi sá raska svo rúmfriði mín- um, að ekki veiti eg honum þær viðtökur, er eg má. (Þrífur Glám hryggspennu.) Glámur: Það mun ei undarlegt þykja, þótt þú hljótir lítið happ af mér. Var þér og ætlað hálfu meira afl en nú er orðið, en því rná eg ráða, að eigi eykst afl þitt hér frá. Grettir: Af illum er jafnan ills von, en þó mun auðna ráða um okkar viðskipti. (Þeir berast víða um skálann. Glámur fellur öfug- ur út af sviðinu og Grettir á hann ofan.) Glámur (fyrir utan): Mikla frægð mun þér, Grettir, í þykja að bera sigurorð af mér, en það mæli eg um, að hér eftir skulu falla til þín sektir og vígaferli og flest verk þín snúast þér til ógæfu. Þú munt útlægur ger og hljóta jafnan einn að búa og skulu þá augu mín jafnan þér fyrir sjónum; mun þér það erfitt þykja við að búa. Fögur sólin flýi þig, ferleg nóttin vígi þig, völu galdrar veiði þig, vesöl kerling deyði þig. Grettir: Mæl þú allra fjanda arm- astur og skal hér skjótan endir á gjöra. (Þung högg heyrast.) (Framhald i nœsta hefti.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.