Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Page 70

Eimreiðin - 01.09.1968, Page 70
RICHARD BECK: Neistaflug Fjölbreytni Ijóðsins „Syngnr liver með sínu nefi,“ sizt ber yfir því að kvarta, leiftri óðarlist i stefi, Ijóðs i tónum sldi hjarta. Áritun á „Jökulgöngur“ Stephans G. (Til Jóhanns Gunnars Ólafssonar bæjarfógeta) Oft frá jöklum andar svalt yzt að fjarðatöngum, en þér mun eklii þykja kalt í þessum „Jökulgöngum“. Brú heimhugans „Fjörður milli frœnda er,“ en frónskar raddir kalla; himinveg mig hugur ber lieim til blárra fjalla. Sævarseiður Hörpu voga blíður blcer boga strýkur sinum; vekur kyrr og kvöldblár sœr klökkva huga minum. Góður gestur (Við móttöku Eimreiðarinnar úr ílugpósti) „Efri“ veginn yfir dröfn er nú komin vestur Eimreiðin úr heimahöfn; hún er bezti gestur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.