Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Page 76

Eimreiðin - 01.09.1968, Page 76
222 EIMREIÐIN myndir fremur að smásögum eða skáldsögum, þegar verkin koma endanlega frá höfundinum, þar sem það er auðfarnari og hér á landi hefðbundnari leið í okkar bókmenntum. Notkun þeirrar heimildar, sem í þessu frumvarpi er farið fram á til handa þjóðleiklnisstjóra, mun að sjálfsögðu bera að með þeim hætti, að menn með drög að leikritum eða hugmyndir að leikhús- verkum mundu leita til þjóðleikhússtjóra eða hann til þeirra, og það væri þá algerlega á valdi þjóðleikhússtjórans sjálfs að ákveða það og meta, hvort umrædd drög að verkurn gætu hæft sviði Þjóðleikhúss- ins, og hvort hann hefði trú á að höfundurinn mundi ljúka verk- inu á því ári, sem hann væri á launum hjá Þjóðleikhúsinu. . . Það er rétt, að góð list verður trauðla sköpuð eftir pöntun fyrir peninga í boði. Hér er ekki um það að ræða, heldur að heimilt verði að ráða rithöfund í eitt ár, ef þær aðstæður eru fyrir hendi, að telja má fullvíst að það mundi ríða baggamuninn varðandi það, að íslenzkt leikhúsverk kæmist á svið með aðstoð — eða fyrir fram- lag Þjóðleikhússins. . .“ Að lokum benti flutningsmaður á það, að Þjóðleikhúsið reki myndarlegan leiklistai'skóla og listdansskóla, og til þessara stofnana, sem að sjálfsögðu eru nauðsynlegar í starfsemi Þjóðleikhússins, sé varið miklu fé, en aftur á móti sé vanræktur sá grundvöllur, sem þarf að vera undirstaða hvers þjóðleikhúss, það er þjóðlegar leik- bókmenntir. Hugsun sú, sem fram kemur í þessu seinna frumvarpi Tómasar Karlssonar, er á vissan hátt skyld hugmyndinni um starfsstyrki, sem fyrirheit var gefið um að stofnað skyldi til, þegar lögin um lista- mannalaun voru sett fyrir tveimur árum. Efndir á því loforði hafa að vísu látið of lengi á sér standa, en ætlunin mun þó vera sú, að vísir að starfsstyrkjakerfi komi til framkvæmda á árinu 1969. Nefnd sú, sem menntamálaráðherra skipaði til þess að gera tillögur um starfsstyrkjakerfið, mun nú hafa skilað áliti, en hugmyndin með starfsstyrkjunum er meðal annars sú, að örva listamenn til starfa og gefa þeim tækifæri til þess að ljúka ákveðnum verkefnum, bæði með beinum fjárstuðningi og annarri vinnuaðstöðu. Mun til þess ætlazt, að starfsstyrkjunum verði úthlutað af menntamálaráðuneyt- inu í samráði við Bandalag íslenzkra listamanna, en reglugerð hefur ekki enn verið sett um þetta efni. I. K.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.