Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 91

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 91
„Síglafíir sangvarar“ ejtir Thorbjörn Egner: Söngvararnir eru staddir á torg- inu í Brösubœ og syngja þar og leika öllum til ánœgju. En það líkar Bör lög- reglustjóra ekki, þvi að þetta er alvörugejinn bœr og ekki má valda truflun. Svo afí lögreglustjórinn handtekur alla jarayidsönguarana. var nýtt barnaleikrit, „Síglaðir söngvarar", eftir hinn fjölhæfa og snjalla norska barnaleikritahöf- nnd, Torbjörn Egner, frumsýnt þar fyrir skömrnu — skemmtilegt söngvaleikrit, sem þó ekki jafnast á við „Kardemommubæinn" og „Dýrin í Hálsaskógi", sem Þjóð- leikhúsið hefur áður sýnt eftir sama höfund. Og svo er jólaieikrit Þjóðleikhússins, Delerium bubonis, hinn góðkunni söngva- og gaman- leikur þeirra Jónasar og Jóns Múla Arnasona. „Maður og kona“, leiksviðsbún- ingur hinnar sígildu skáldsögu Jóns Thoroddsen, sem hinn fjöl- hæfi afkomandi hans, Emil Thor- oddsen, gerði á sínum tíma, er annað aðalviðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur á þessari liaustvertíð. í þessu leikriti vann Brynjólfur Jóhannesson einn sinn frægasta leiksigur, þegar það var sýnt hér í fyrsta skipti, í hinu bráðskemmti- lega hlutverki séra Sigvalda, þess öndvegisklerks í íslenzkum bók- menntum, sem sennilega verður álika lífseigur með þjóðinni og þeir klerkar og biskupar, sem sung- ið hafa rnessur af mestum skör- ungsskap á liðnum öldum. Þeir séra Sigvaldi og Brynjólfur vinna þó eftirminnilegustu prestverk sín utan kirkjudyra, og þótt Brvnjólf- ur sé ekki lengur í broddi iifsins að árurn, hefur séra Sigvaldi ekk- ert látið á sjá í meðferð hans — hann hefur elzt eilítið, en ber ald- urinn vel, fær aukinn virðuleik á sinn liátt og meiri dýpt. Ekki verð- ur svo á þessa sýningu minnzt, þótt einungis sé stiklað á því stærsta, að ekki sé minnzt á Ingu Þórðar- dóttur í hlutverki Staða-Gunnu, því að satt bezt að segja eru áhöld

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.