Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 92

Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 92
238 EIMREWIN um, livort þær Inga og Gunna gefa Brynjólfi og Sigvalda nokkuð eftir — enda eru þau í sérflokki á svið- inu, nema livað Valdemar Helga- son veitir þeim að vanda trausta fylgd í hlutverki Hjálmars tudda. Önnur hlutverk eru fengin ungum leikendum, af kynslóð sem lítur á þetta eins og farsa og hefur ekki aðstöðu til að skilja, að þær þjóð- íelagsaðstæður, sem skópu viðlíka persónur og Bjarna sterka, Grím meðhjálpara og aðrar slíkar, séu nokkuð annað en forkostulegur skáldskapur. Við þessu er ekkert að segja, enda þótt nokkur eftirsjá sé að því, að Jregar kynslóð Brynj- ólfs, Ingu og Valdimars er gengin, verður enginn séra Sigvaldi, engin Staða-Gunna og enginn Hjámar tuddi. Hitt viðfangsefnið er „Yvonne“, leikrit eftir pólskan höfund, at- hyglisvert fyrir margt. Þar þreytir ung leikkona, Þórunn Sigurðar- dóttir, frumraun sína á sviði í titil- hlutverkinu, sem er kannski enn merkilegra en leikurinn í heild eða réttara sagt það nrerkilegasta í leiknum, því að Yvonne segir ekki nema eitt „já“ á sviðinu og er þar þó lengst af; ekki um ann- að tjáningarform en látbragð að ræða, en Þórunni tekst að hagnýta sér það þrönga svigrúm á athyglis- verðan hátt, og spáir það góðu um framtíð hennar sem leikkonu. Leiksviðsverk þetta er gert í eins konar „abstrakt“-stíl, sem átt hefur liylli að fagna meðal pólskra leik- ritahöfunda um langt skeið, og hefur það komið fram hér, að leik- húsgestir leggja ólíkan skilning í það, hvað höfundurinn sé í raun- inni að fara. Látum svo vera . .. mitt er að yrkja, ykkar að skilja, er haft eftir einum brautryðjanda svipaðrar skáldskaparstefnu hér á landi, sem að vísu var heldur snemma á ferðinni. En þetta gerir verkið að vissu leyti athyglisverð- ara, veitir öllum viðara svigrúm, leikstjóra, leikurum og ekki hvað sízt áhorfendum. Leikfélag Kópavogs er dugmikið og áræðið að vanda. Það lætur sig ekki eingöngu leiklistina máli skipta, heldur hefur það og efnt til kynningar á ýmsum skáldum og verkum þeirra. Fyrir skömmu tók Jrað til meðferðar leikrit eftir Gísla J. Ástjtórsson, „Ungfrú Éttansjálf- ur“, og hefur hann sarnið það úr sögu sinni, „Brauðið og ástin“, sem út kom fyrir nokkrum árum. Ekki hefur sú endursamning lieppnazt sem skyldi, en ekki verða hæfileik- ar höfundar sem leikritaskálds dærndir eftir því. Og að lokum Jretta — ekki hefur frétzt um neitt annað nýtt íslenzkt leikrit á næstunni. Það eru að vísu nokkrar fréttir, en ekki jákvæðar, vægast sagt. Leiklist, sem ekki stendur djúpum róturn í menn- ingu og lífi þjóðarinnar, verður aldrei annað en aðfluttur stundar- gróður, hversu vel sem leikendurn- ir túlka hlutverk sín. Og þjóðleg leiklist er óhugsanleg án innlendra höfunda. Hér skortir eitthvað á. Kannski yfirgengur leikur dagsins svo ímyndunaraflið, að höfundar kunna þar engu við að bæta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.