Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 93

Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 93
HAFÍS VIÐ ÍSLAND. Kvöldvökuút- gáfati 1968. I haust kom út allnýstárleg bók á vegum Kvöldvökuútgáfunnar, og nefn- ist hún Hafis við Island. Eins og nafn hennar ber með sér, fjallar efnið um hafís hér við land og samskipti manna við þennan „landsins forna fjanda“, en efni til bókarinnar leggja ýmsir, er komizt hafa í náin kynni við hafísinn, bæði nú hin síðustu hafísár og fyrr á öldinni, auk [ress sem þarna er dreg- inn saman ýmis konar fróðleikur unt baráttu manna við hafísinn fyrr og síðar og áhrif hans á líf fólksins á helztu hafíssvæðunum. I íormálsorðum segir meðal annars, að með útgáfu bókarinnar sé þess freistað að gera tilraun í þá átt að fylla í tilfinnanlega eyðu í bókmnent- um Sögueyjunnar, en frá landnámstíð frani til þessa dags hafi hafísinn verið tíður gestur við strendur landsins, en þó hafi samfelld saga hans og baráttu þjóðarinnar við hann um aldir ekki verið skráð. Um útgáfu bókarinnar sáu þeir séra Sveinn Víkingur, Kristján Jónsson borgardómari og Guttormur Sigur- björnsson jarðfræðingur, og hafa þeir skrifað drýgstan hluta hennar. Ber þar fyrst að geta yfirgripsmikillar og fróð- legrar vísindalegrar ritgerðar um hafís og hafstrauma eftir Guttorm. Þá ritar Sveinn Víkingur ýtarlega grein urn hafísárið 1967—68 og rekur þar ræki- lega prentaðar heimildir um hafískom- una og hegðun issins. Þá hefur séra Sveinn átt viðtöl við sjómenn og bænd- ur af Skaga og víðar, sem komizt hafa í náin kynni við hafísinn og það, sem honum fvlgir, og á þessum samtölum byggir hann skemmtilega og fróðlega frásögn. Kristján Jónsson hefur fært í letur frásagnir ýmissa, og er þar fyrst að geta skilmerkilegrar og athyglis- verðrar lýsingar Tryggva Blöndal skip- stjóra á strandferðaskipinu Esju um viðureign hans við hafísinn í fyrra- vetur, er hann sigldi hvað eftir annað urn hafíssvæðin meðfram ströndum landsins. Einnig hefur Kristján skráð viðtöl við þá Guðjón Guðmundsson bónda og hreppstjóra á Eyri við Ing- ólfsfjörð og Gest Guðmundsson á Krossanesi, og loks ritar hann lýsingu á ískönnunarflugi SIF, flugvélar Land- helgisgæzlunnar. Af öðru efni í bók- inni má nefna ritgerð eftir Jóhann Pétursson vitavörð á Horni, skáldlega skrifaða grein og glögga lýsing á sam- skiptum Hornbjargsbúa við hafís. vetrarhríðar og aðrar náttúruhamfarir á þessuni norðlægu slóðurn, og loks eru ritgerðir eftir Björn Friðfinnsson bæjarstjóra á Húsavík og skólastjórana Pálma Ólafsson, Sigurð Ó. Pálsson og Kristján Ingólfsson. I bókinni er fjöldi hafísmynda, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.