Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 178
KENNARAR OG KULNUN
hann að afreka til þess að vera talinn hafa kennt „vel"? Kennari spyr spurninga eins
og hvort það sé hlutverk hans að kenna nemendum sínum mannasiði, hafi foreldr-
arnir ekki gert það. Afleiðingin getur orðið sú að kennaranum finnist störf sín gagns-
lítil, sjálfstraust minnki og áform um að hætta kennslu verði frekar til (Bryne 1999,
Newstrom og Davis 1997, Huberman 1993, Friedman 1991).
Vinnuálag
I nútímasamfélagi eru kennarar og aðrar fagstéttir undir miklu álagi vegna þess að
gerðar eru sífellt meiri kröfur til þeirra, störfin eru margþættari og krefjastbæði dýpri
og breiðari þekkingar sem stöðugt þarf að halda við (Gold og Roth 1993).
Rannsóknir sem gerðar hafa verið á margvíslegum störfum hafa jafnan staðfest að
ákveðin starfseinkenni eru streituvaldandi. Einkum á þetta við yfir- og undirálag í
starfi með tilliti til starfsmagns og starfsgæða. Með starfsmagni er átt við að annað
hvort hafi starfsmaðurinn of fá verkefni eða of mörg miðað við þann tíma sem til ráð-
stöfunar er til að sinna þeim. Með starfsgæðum er átt við að starfsmanninum finnist
hann ekki ráða við verkefni sín eða á hinn bóginn að hæfileikar hans fái ekki notið
sín í viðkomandi starfi (Bryne 1992, Travers og Cooper 1996).
í störfum þar sem unnið er með og fyrir fólk, þarf fagmaðurinn að gefa mikið af
sjálfum sér og nota samskiptahæfni sína og manneskjulega eiginleika. Þannig verða
skilin milli einkalífs og starfs oft óljósari og erfiðara að finna jafnvægi. Því hættir hon-
um til að skynja gagnrýni á störf sín sem persónulega árás og er vegna þessara nánu
tengsla viðkvæmari fyrir slíku. Ef ekki kemur eitthvað á móti verður eyðsla úr orku-
búi starfsmannsins umfram efni og til verður neikvætt álag og streita, sem endað get-
ur í kulnun verði ekkert að gert (Ingvar Guðnason 1997, Starnaman og Miller 1992).
Þeir þættir sem oft eru nefndir sérstaklega sem mestu álagsþættir í starfi kennara
og leitt geta til kulnunar eru stuðningsleysi skólastjórnenda, foreldra og skólayfir-
valda í viðkomandi sveitarfélagi, vinnuálag, áhugaleysi og hegðunarvandamál nem-
enda (Gold og Roth 1993). Kennsla í stórum bekkjum getur valdið álagi svo og mik-
ill getumunur nemenda í einum og sama bekk. Það kallar á meiri skipulagningu og
flóknari og tímafrekari vinnu við námsmat sem gerir það að verkum að erfiðara verð-
ur að sinna einstaklingsbundnum þörfum nemandans. Tíminn er einnig áhrifaþáttur,
ekki aðeins vegna mikils verkefnaálags einatt með knöppum tímamörkum, heldur
líka vegna vinnu sem kennarar þurfa e.t.v. að taka með sér heim. Það er nokkuð út-
breidd skoðun að kennarar vinni stuttan vinnudag, en rannsóknir sýna að svo er ekki
og jafnframt að álag er meira þar sem samræmd próf hafa verið tekin upp (Travers
og Coopers 1996). Enn einn álagsþáttur liggur í skipulagningu starfsins þar sem
kennarar fylgja stundaskrá og ráða ekki hvenær þeir gera hlé á vinnu sinni eða skipta
um viðfangsefni. Jafnframt eru þeir stöðugt í sviðsljósinu og hafa samskipti við mjög
marga, fyrst og fremst við nemendur, og eru þannig í tiltölulega litlum samskiptum
við samstarfsmenn sína í daglegum störfum (Gold og Roth 1993, Travers og Cooper
1996). Þá fylgja kennarastarfinu einnig álagstoppar einkum við upphaf, miðbik og
lok skólaársins (Kinnunen 1989).
I nútímasamfélagi eiga stöðugar breytingar sér stað. Séu þær umfangsmiklar hafa
þær yfirleitt umtalsverð áhrif á kennara sem einstaklinga og möguleika þeirra til þess
176