Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 14
8
,Elzta guðspjallið".
IÐUNN
aniska, upp sprottna meðal Gyðinga í Róm á dögum
Claudiusar. Skýrsla Pliníusar til Trajanusar um kristna
menn í Biþyníu og Pontos (Carmen Cluisto quasi Deo
dicere)') greinir að eins frá dýrkun Krists í líkingu
Guðs. Hin kristnu innskot hjá Jósefi sagnameistara
sýna, hvernig þögn Jósefs um þetta efni hefir að lokum
leitt þá á hálar brautir.
Það er hvergi hægt að leita að manninum Jesús utan
guðspjallanna. Hann er hetjan (mannleg eða guðleg) í
þessari ferföldu bók. Hann er allur falinn í þessum
hrynfögru stefjum, sem svo vel cru fallin til að snerta
hjartað og snúa því.
III.
Til þess að dæma um, nvort það, sem segir í guð-
spjöllunum, sé um mann eða guð, þá er ekkert betri
prófsteinn en textinn sjálfur. Lesið til dæmis eina feg-
urstu og þektustu frásögn guðspjallanna, Jóh. XI:
En maður nokkur var sjúkur, Lazarus frá Betaníu, úr
Jjorpi þeirra Maríu og Mörtu systur hennar. En María var
sú, sem smurði Drottin smyrslum og þerraði fætur lians
með hári sínu, og það var hróðir hennar Lazarus, sem var
sjúkur. Sendu þær systur þvi til hans og létu segja honum:
Herra, sjá, sá sem þú elskar, er sjúkur. En er Jesús heyrði
það, sagði hann: Þessi sótt er ekki til dauða, heldur dýrð
Guðs til eflingar: guðs-sonurinn á að vegsamast fyrir hana.
En er Jesús kom, varð hann þess vís, að hann
hafði þegar legið fjóra daga í gröfinni. En Betanía var ná-
lægt Jerúsalem, hér um bil fimtán skeiðrúm þaðan. En
maigir af Gyðingum voru komnir til Mörtu og Maríu, til
þess að hugga þær eftir bróðurmissinn. Þegar Marta nú
heyiði, að Jesús kæmi, gekk hún á móti honum, en María
sat heima. Marta sagði þá við Jesúm: Herra, ef þú hefðir
verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn. En nú veit ég líka,
1) Kristur er i Ijóöum sagður guði likur.