Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 17
QÐUNN
Elzta guöspjallið".
n
Renan segir, að eítir að Jesús kom frá Jerúsalem, hafi hann
verið uppgefinn og örvílnaður af slæmum viðtökum' í höfuð-
borginni, par sem hann gat aldrei noiið sín. Til þess að auka
hróður hans á ný hafi vinir hans í Betaníu þess vegna séð
nauðsyn þess að hleypa af stokkum stórfenglegu kraftaverki.
Renan er þó ekki frá þvi, að einhver fótur kunni að vera
fyrir sögunni um upprisu Lazarusar. Það gæti virzt, sem
Lazarus hefði verið veikur og systurnar sent eftir Jesúsi
í skyndi, og að gleðin yfir komu vinarins hafi gert Lazarus
heilan heilsu. Eða að það ráð hafi verið upp tekið til að
auglýsa hróður Jesúsar fyrir þeim vantrúuðu, að Lazarus
þættist vera dauður, léti hjúpa sig líkklæðum og leggja
sig í grafhelli fjölskyldunnar. Síðan hafi verið kallað á
Jesús, og meðan hann stóð grátandi fyrir dyrum grafhell-
isins, hafi Lazarus sprottið á fætur og stigið fram í lík-
klæðunum. „Slíkur fyrirburður hlaut síðan að vera álitinn
upprisa af ahnenningi."
Sé Jitið á texta guðspjallsins, er fljótséð, að skýring
Renans ber vott um staka sljóskygni. Sem smekkvís
maður fann Renan þetta sjálfur. í 13. útg. bókar sinnar
setur hann nýja textaskýringu í stað hinnar gömlu, að
minsta kosti ekki jafn-hroðalega og þá fyrri, en sízt
skarpskygnari. (Vie de Jesus, 13. útg., bls. 371—374.)
í síðari textaskýringu Renans á þessum ritningarstað
(sein höf. ívitnar verbatim) er gert ráð fyrir, að sagan um
upprisu Lazarusar hafi spunnist af hugsanlegu samtali milli
Jeiúsar og hinna guðhræddu systra í Betaníu um hugsan-
lega upprisu hins kaunum hlaðna Lazarusar, sem dæmisagan
getur; síðar hafi þjóðsagan gert Lazarus þennan að bróður
systranna tveggja og samtalinu verið breytt í staðreynd.
Renan lýkur þessari skýringu með því að segja, að ef mað-
'Ur sé kunnugur þeim kringilegu hamskiftum, sem sögu-
burður í austurlenzku smáþorpi sé háður, þá sé ekki fyrir
þetta að synja o. s. frv.
Anatole France þótti gaman að vitna í þennan gífur-
lega skýringamun hjá Renan. Hann sagöi: „Er yður al-