Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 20
14
,Elzta guðspjallið“.
iðunn:
ræða, heldur trúrænan sannleika. Umhverfi frásagnar-
innar, staðfærslan, fjarlægðirnar, persónurnar, nöfnin,.
. — það eru aukaatriði. Þótt þetta væri tífaldað, mundi
grundvallareinkenni textans vera hið sama. Festi mað-
ur augun á þessum sýndarveruleik, þá fer raunveru-
leikinn óhjákvæmilega fram hjá manni. Að spyrja,.
hvort þetta hafi komid fijrir, það er að sýna, að maður
hefir ekki skilið, um hvað var verið að tala. öll
„sagnfræðileg" skýring er hér ekki einungis fánýt,
heldur einnig utan gátta.
IV.
Þegar þessi lykill er fundinn, tekur höfuðefni guð-
spjallanna að birtast smátt og smátt.
Upprisa Jesúsar liggur ekki heldur á sviði þjóðsög-
unnar. Allar skýringar „í líkingu við Renan“: ofsjónir
móðursjúkrar konu, að líkaminn hafi tapast af einhverj-
um atburðum, hugarburður lærisveinanna, — það er alt
saman barnaskapur og hégómi. Jesús er ekki upp risinn
samkvæmt atburðum, heldur samkvæmt eðlileika. Hann
er Upprisan. Hann sagði það sjálfur. Eins og Osiris..
Adonis og Attis er hann hinn Upprisni vegna þess, að
hann er Frelsarinn. Þarna er kristna trúin enn eitt og
alt. Hún getur tjáð sig í kennisetningu, í ljóði, í frá-
sögn, í mörgum frásögnum, sem standa illa heima hver
við aðra. Hún, en ekki frásögnin, er raunveruleikinn.
Afgangurinn verður ekki túlkaður með öðrum hætti.
Jesús lægir ofviðrið með einu orði. Hann gengur á
öldunum. Vilji maður öðlast skilning á þessu, dugir
ekki að hengja sig í barnaleg kraftaverk, sem ýkjast
frá munni til munns. Vér verðum að hafa í huga of-
viðrið, sem geisar yfir hina trúuðu, djúpin, sem hóta
að svelgja þá. Mynd Jesúsar á öldunum er skírskotun