Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 21
ÍÐUNN
,Elzta guðspjallið".
15
til hinnar kristnu vonar. Til skilnings verður hér að lesa
frásögnina sem sálm.
Jesús leitar að fíkjum á fíkjuviði þann tíma árs,
þegar fíkjur ekki spretta. Hann formælir fíkjuviðnum,
sem visnar síðan fyrir fult og alt. Hér er heldur ekki
um atburð úr þjóðsögu að ræða, og fikjuviðurinn cr
ekki tré. Fíkjuviðurinn er israel. Með því að skirrast
við afturhvarfi gerist Israel stöðug hneykslunarhella
hinna kristnu. Áður bar ísrael ávexti, meðan spámenn
voru uppi, innblásnir af guði. Nú á þjóðin ekki framar
neina spámenn. Pess vegna formælir guð Israel, réttlát-
lega og um allan aldur. Hér verður að lesa frásögnina
eins og líkingu.
Fíkjuviðurinn er hugsað tré; Jairus, en nafn hans
merkir: gux) upp reisi (mig), er hugsuð persóna; Laza-
rus, Marta og María eru hugsaðar mannsmyndir. Frá-
sögnin gerist hindrunarlaust á sviði hins óraunhæfa,
það er að segja á sviði annars raunheims. Skilji maður
á efnishyggjuvísu það, sem táknrænt er og andlegt, þá
játast maður hinum bjánalega skóla Nikódemusar, en
honum sagði Jesús: „Sannlega, sannlega segi ég þér, ef
maðurinn endurfæðist ekki, getur hann ekki séð ríki
guðs,“ og þá svarar Nikódemus: „Hvernig getur mað-
urinn fæðst eftir að hann er orðinn gamall? Getur
hann komist aftur í kvið móður sinnar og fæðst?“
Margur textafræðingur, sem setur upp yfirlætissvip,
gerist um leið lærisveinn Nikódemusar. Hinn háleiti
andlegi skáldskapur guðspjallanna er mörgum einföld-
um manni aðgengilegur og mörgum lærdómsmanni lok-
uð bók. Hafi maður sjóngler sagnfræðingsins fyrir aug-
um eða þjóðsagnafræðingsins, þá getur maður ekki.
komið auga á konungsríki Jesúsar.