Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 22
16
,Elzta guðspjallið".
IÐUNN
V.
Merejkovski hefir komið auga á eitt atriði. Dóketism-
inn, pað er að segja sú hugmynd, að Jesús hafi ekki í
reynd, heldur að eins í\Sijncl verið vera gædd holdi og
blóði, er jafn-gömul kristnum dómi. „Frá Marcion til
vorra daga, sem leið liggur hjá Jóhannesi Chrysosto-
mos og Aþanasíusi mikla, er allur kristinn dómur gagn-
sýrður af sýndarkenningunni." Já, og meira að segja:
sami skoðanamunurinn, sem skilur sagnfræðissinna (his-
toricistes) og goðfræðissinna, tvískifti einnig guðspjalla-
mönnunum sjálfum. Þessi skoðanamunur reis ekki með-
al játenda kristins dóms annars vegar og fjenda hans
hins vegar, heldur milli jafn-heittrúaðra kristinna
manna og jafn-einlægra.
Ritstjóri, lærisveinn og eftirmaður Páls postula, hinn
meinláti postuli Marcion, verður ekki sakaður um hálf-
kristni. Hafi nokkru sinni til verið fullkomlega kristinn
maður, var jiað hann, sem vildi að fullu aðskilja krist-
inn dóm og gyðingdóm. Enginn mat fagnaðarerindið
hærra. Merejkovski vitnar. í þessi orð Marcions og tek-
ur undir með honum: „Ó, kraftaverk kraftaverkanna.
uppspretta hrifningar og furðu, ekkert getur maður
sagt, ekkert hugsað, sem kemst til jafns við fagnaðarer-
indið; það er ekkert til, sem hægt sé að líkja við það.“
Guðspjallið, sem flytur fagnaðarerindi pað, sem Mar-
cion á við með þessum orðum, hefst pannig:
Fimtánda ríkisár Tíberíusar keisara, á tíma landstjórans
F’ontíusar Pílatusar, steig Jesús niður af himni og birtist í
Kapernaum, porpi í Galíleu.
Vera, sem pannig er kynt, er ekki leidd fram á sjón-
arsviðið sem söguleg (sagnfræðileg) persóna. Hin
skyndilega birting hans á jörðu er guðieg opinberun.
Samkvæmt Marcion er hann hvorki af holdi né blóði