Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 24
18
.Elzta guðspjallið".
ÍÐUNN
Hann vílar ekki fyrir sér að gæöa Jesús holdi og blóði.
Hitt óttast hann meir, að aðrir muni ekki vilja gæða
hann þessum eiginleikum né reikna hann fyrir rnann,
sem talinn hafi verið á manntalsskýrslunni sem slíkur.
Lúkas og Marcion eru fulltrúar tveggja gagnstæðra
tegunda af kristinni tilfinningasemi.
Hvort guðspjallið hefir nú rétt fyrir sér, guðspjallið
samkvæmt Lúkasi eða guðspjallið samkvæmt Marcion?
Um pessa spurningu stóð harðvitug deila í Róm frá
því árið 140, að meinlætasjómaðurinn Marcion sigldi
þangað skipi sínu og flutti með sér guðspjall sitt, til
ársins 144, að úrskurður var feldur. Marcion var út rek-
inn og lýstur villumaður. En kirkjur hans, þrungnar
anda Páls postula, héldu trygð við hann áfram. Berg-
málið af þessari miklu rökræðu má enn heyra í bók
Tertúllíanusar: Um holdid (De Carne). Þar má finna
höfuðástæðu þess, að Jesús var gæddur holdi og blóði
fyrir fult og fast. Það reið á að bjarga upprisu holds-
ins, sem var, eins og sést af bréfi Klemens Rómanusar
og af Hjarðmanni Hermasar, höfuðkennisetning róm-
versku kirkjunnar.
Báru þannig andvígismenn sýndarkenningarinnar sig-
urorð af sýndarsinnum af guðfræðilegum orsökum í
Róm árið 144.
VI.
Er Lúkasarguðspjall eldra en guðspjall Marcions?
Fyrirsvarsmenn málsins eftir aö það var orðið rétt-
trúnaður: Tertúllíanus í kring um árið 208 og Epifa-
níus tveim öldum síðar, fullyrða, að svo sé. Að þeirra
sögn hafði Marcion skaddað, stytt og breytt guðspjalli
Lúkasar. Nú á dögum getum við dæmt um guðspjall.
þetta eftir brotum.