Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 25
IÐUNN
,Elzta guðspjallið“.
19'
Marcionsguðspjall var haft um hönd í marcionitisku
kirkjunum fram á fimtu öld. Síðan hefir það týnst. En
það hefir verið ívitnað unnvörpum af Tertúllíanusi,.
Epifanes, Origenes, Chrysostomos, Efrem, Isidórusi frá
Pelusum og mörgum öðrum, svo það er hœgt að setja
það saman hér um bil til fulls. Nú á dögurn höfunr við
það fyrir augum, svipað og brestótta líkneskju, sem
þolinmóðir fornleifafræðingar hafa saman sett úr fundn-
um brotum (Zahn og Harnack).
Samt er samanburður við Lúkasarguðspjall möguleg-
ur. Hann krefst að eins nákvæmrar, samfeldrar rann-
sóknar. Þessi rannsókn getur að mínum dómi ekki leitt
annað í ljós en að guðspjall Marcions sé eldra. Það,
sem Marcionsguðspjalli er áfátt í samanburði við Lúk-
as, er einkum inngangurinn, sem lýtur að getnaði og
fæðingu þeirra Jóhannesar Skírara og Jesúsar, smásag-
an urn Jesús meðal lærifeðranna (sams konar saga og
Jósef sagnameistari segir af sjálfum sér), boðskapur Jó-
hannesar Skírara, skírn Jesúsar og ættartala ásamt
fyrsta boðskap hans í Nasaret. Hins vegar er þessi inn-
gangur, bæði að hugmyndafari og stílfari, af alt öðr-
unr toga spunninn en sjálf heild guðspjallsins, sem að'
öðru leyti er hin sarna hjá Marcion og Lúkasi. Af þessu.
verður ráðið, að hún sé viðbót við ritið eins og það/
var upprunalega.
Ef forneskja Marcionsguðspjalls um fram Lúkas kem-
ur þannig í ljós, þá er auðsætt, að taka þarf til nýrrar
meðferðar úrlausnarefni gagnrýninnar um samheyrileik
guðspjallanna. Og um leið stendur fornleiki sýndar-
kenningarinnar um fram holdsvistarkenninguna föstum
fótum.
Fornleiki sýndarkenningarinnar stendur á þeim mun
fastari rökum, sem texti Páls postula: „varð mönnum.