Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 26
20
,Elzta guöspjallið".
IÐUNN
líkur“ (homióma schema, hin hræðilegu orð Páls, eins
og Merejkovski segir) er fornari en öll guðspjöllin.
VII.
Gagnrýnarnir hafa komið sér saman um að telja
Markúsar-guðspjall elzt kirkjulegu guðspjallanna fjög-
urra. Hve gamalt er pá guðspjall Markúsar?
Benjamin W. Bacon (The Gospel of Mark, its Com-
position and Date, New Haven 1925) hefir greinilega
sýnt fram á, að aldur þess er ekki unt að ráða nema af
einu versi, XII. 14, par sem Iýst er með svofeldum
hætti atburði þeim, sem fullgeri leiksvið heimsendis:
„. . . pegar pér sjáid vidurstggd erjdingarinnar standa
par, er ekki skijldi. . . .“ Þetta dularfulla orðatiltæki,
„viðurstygð eyðingarinnar", er stafrétt þýðing á he-
bresku orðunum, sem: í Daníelsbók (XI., 31) og í fyrstu
bók Makkabeanna (I., 54) merkja altari heiðins guðs.
„Þar, er ekki skyldi" merkir rústir Jerúsalemsmusteris.
Opinberunarbók Daníels sá í pessum öndvegishelgi-
spjöllum hinn mikla forboða um nálægð heimshruns og
hinsta dóms. Guðspjall Markúsar gerir á nýjan leik ráð
fyrir sömu atburðum. Þegar pér sjáið altari heiðins guðs
reist á rústum musterisins, pá er pað til merkis urn ná-
lægð hins himneska dómara, Jesúsar.
Bacon hefir, eins og Torrey og Piganiol, pózt sjá, að
hér væri átt við helgispjöll pau. sem í hótunum voru á
dögum Caligulu. Hjá Jósef verður séð, og sömuleiðis
í tilprifaríkri frásögn eftir Philó frá Alexandríu, að
Caligula fyrirskipaði, að sitt eigið likneski skyldi reisa í
musteri Jerúsalems. Ríkishaldari Sýrlands, Petroníus, lét
gera líkneskið og kom pví af stað áleiðis til Palestínu.
En lýðurinn reis gegn hinum helgispillandi ríkisstjóra.