Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 27
iðunn
,Elzta guðsp]allið“.
21
Dauði Caligulu kom> í veg fyrir framgang þessara hluta
(24. jan. 41).
Þess eru litlar líkur, að guðspjall Markúsar eigi við
helgispjöll, sem alt af vofðu yfir, en aldrei áttu sér
stað í reyndinni. Á hinn bóginn standa sterk gagnrýni-
leg rök gegn pví, að hægt sé að gizka riti þessu aldur
svo fornan, sem frá fertugasta ári vors tímatals.
En árið 70, þegar Títus eyddi Jerúsalem, var muster-
ið brent, og enginn heiöinn guð tók við af Jahve.
Hið eina skifti í sögunni, síðan daga Antiochos Epi-
fanesar, að spá Daníels hafi ræzt, þannig, að „viður-
stygð eyðingarinnar" hafi verið staður fenginn „þar, er
ekki skyldi", pað var eftir hið messíaniska stríð Bar-
Kochba, þegar Hadrianus lét reisa á musterisrústunum
altari fyrir Jupiter Capitolianus og líkneski sjálfs sín, en
breyta hinu helga nafni Jerúsalem í heitið Aelia Capi-
tolina. F>að var árið 135.
Eina versið, sem gæti hjálpað okkur til að ársetja
Markús, bendir þannig til ársins 135.1) Þetta er einmitt
á Marcions-tímabilinu. Árabilið, þegar guðspjöllin eru
samin, virðist liggja á milli h. u. b. 135 og 150, en um
það leyti er byrjað að vitna, í þau. Guðspjöllin teljast
til haustávaxta frumkristninnar. Nú á dögum sækja
sögutrúarmenn hinn sagnfræðilega Jesús sinn einkum í
Markúsarguðspjall. Á 2. öld lá mönnum ekki svo í aug-
um uppi, að Jesús Markúsar væri vera með holdi og
blóði. Samkvæmt vitnisburði Irenæusar vildu sýndar-
sinnar2) (auðsæilega enn aðrir en áhangendur Marcions)
ekki hafa um hönd annað guðspjall en Markúsar. Það
1) Vcröur og af guöspjallinu ráðið, aö Markús hafi lesið Hjarðmann
Hermasar, sem ritaður cr kring um 130, sbr.: Hvaða bækur hefir Markús
lesiö? Thc Hibbcrt Journal, okt. 1932. Aths. htíf.
2) t>. e. þeir, sem trúðu, aö Jcsús væri ckki af holdi og blóði.