Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 28
22
„Elzta guðspjallið".
IÐUNN
ber vott um, að þeir hafi þá ekki íundið neitt þar, sem
andstætt væri sýndarkenningunni.
VIII.
Hver var Jesús, áður en guðspjöllin voru skrifuð?
Hann var alt annað en söguleg persóna.
Það er ómögulegt að skilja Jesús Páls postula né
Jesús Opinberunarbókarinnar, né hjarðmann Hermasar,
né Jesús Hebreabréfsins, ef maður vill finna þar sögu-
lega persónu, sem sé annaö hvort afbökuð, ummynduð,
eða þá hafin til guðdóms.
Sá Jesús hefir aldrei verið getinn í móðurkviði. Hann
hefir verið getinn, í heilurn spámanna og sjáenda. Upp-
runi hans liggur að rótum hinna gyðinglegu opinber-
unarrita og júðisk-grískra dulfræða. Hann er fæddur
upp úr ákveðinni dýrkun. Hann hefir vaxið um leið og
þessi dýrkunarstefna sjálf. Hann varð ekki guð vegna
hlálegrar guðtöku. Hann er guðleg vera samkvæmt
frumrökum, meðalgangari, endurlausnari, guð-maður,
hinn eilífi sonur guðs, æðstiprestur himnanna. Saga
hans var fundin upp síðar og er hjáatriði. Hann var
skilgreindur og skynjaður löngu áður en hann var í
frásögur færður.
Bók vakir fyrir mér, sem reki áfangana á hinni undur-
samlegu þroskabraut þessarar guðlegu veru, sem hefir
verið dregin út af tilveruþáttum Jahve. Maður sér hann
í Daníelsbók í næstum verkhæfu ástandi, síðan strax
í Enoksbók gæddan guðlegum persónuleik. í goðsvörum
Jóhannesar skírara er hann hinn ógnþrungni kornhreins-
unarmaður. I bréfum Páls postula verður hann guð,
krossfestur vegna hinna himnesku máttarvalda. í Opin-
berunarbókinni er hann páskalambið, sem var afhöfð-
að áður en heimurinn var skapaður. í Hjarðmanninum