Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 29
íbunn
,Elzta guðspialliö".
23
er hann persónugervingur holdsins, sem orðið er sam-
arfi andans, í Hebreabréfinu hinn mikli eilífi prestur.
Guðspjall Marcions kynnir hann sem sendiboða góðs
guðs, framandi gagnvart heiminum; Markúsarguðspjall
sem heitt elskaðan son guðs; Matteusarguðspjall sem
hinn sanna Messías ísraels; Jóhannesarguðspjall sem
orðið holdi klætt; Lúkas sem frelsara mannanna.
1 hverju einstöku jæssara tólf guðspjalla tekur
i.mannsins sonur“ á sig ný einkenni án jæss að missa
hin fyrri. Af jiessu leiðir stöðuga dýpkun og auðgun.
Loks á síðustu áföngunum bætast jarðneskir drættir og
annað útflúr í myndina.
Saga Jesúsar er saga jress, hvernig hann myndaðist.
Þessi saga um myndun Jesúsar nær 160 ár aftur fyrir
upphaf vors tímatals, aftur á tíma Daníelsbókar, og nær
fram til 150. árs vors tímatals, sem er sennilegasta ár-
seíning Lúkasarguðspjalls. Hún gerist í mannssálunum,
eins og aliar goðsagnir (histoires divines). Hún er mjög
frábrugðin pví, sem Renan hefir uppdiktað. Hún liggur
á öðru sviði. Þetta svið er auðvelt aðgöngu fyrir trú-
uranninn, skáldið, félagsfræðinginn, trúarbragðarann-
sóknarann. Jesús er í einum skilningi raungildari en
rnennirnir, sem skópu hann, á sama hátt og Don
Quijote er meiri reyndarveruleik gæddur en Cervantes
sjálfur og allir Spánverjar samtíðar hans. En Jesús er
gæddur öðrum veruleik en mennirnir — og enn öðrum
on j)eim, sem venjulegar hetjur hafa í bókum. Hvort
sem Renan líkar betur eða ver, j)á er Jesús óskýranlegur
öðru vísi en sem guð.
Halldór Kiljctn Laxness
íslenzkaði.