Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 30
IÐUNN
í öngþveiti.
— Svartkrítcirmijnd úr borgarlífinu. —
Fyrst var drepið á dyrnar, en þegar þær opnuðust,
féllust tvær sólfagrar blómarósir borgarinnar í faðma.
„Sæl og blessuð, Súdda, og velkomin til landsins."
„Takk, Odda, — nei, sæl góða, - sæl, æ, sæl.“
Margir dúnléttir kossar fylgdu kveðjunum, sumir á
munninn, en aðrir aftur á kinnarnar, eða þó öllu heldur
í hálsakotið, ef til vill með fram til að valda sem minstu
farðaraski.
„Komstu með Fossinum?"
„Nei, með Drottningunni í fyrradag. Pabbi ferðast alt
af með Drottningunni; og ég get heldur ekki neitað því,
að það er eins og Höfn fylgi manni betur úr garði á
þann hátt. — Ó, Odda, ég hef skemt mér konunglega,
Höfn er alt af svo indæl. Og ég, — ég sú naumast
pabba þessa tvo mánuði; hann alt af í einhverju við-
skiftastússi, en ég frjáls eins og fuglar himinsins, skil-
urðu; og mikil undur og skelfing hef ég danzað,“ mælti
Súdda og ljómaði af fögnuði minninganna.
En skyndilega hafði dregið ský augljóss dapurleika
yfir svip vinstúlku hennar. — „Sérðu ekki á mér,
Súdda?“ spurði hún hljóðlátlega.
„Nei, Odda; en ertu — hefirðu, góða — ertu með
nokkuð, ha? — Frammi ha? — 1 kápuvasanum ha? Ég
hef ekki bragðað dropa síðan' í Höfn.“
„Ég meinti það ekki, Súdda. — Sérðu ekki á mér
hinsegin?"