Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 31
IÐUNN
I öngþveiti.
25'
„Nei, eiður sær, eða — nei, ekki eiginlega. Kannske
undur lítið, mest vegna þess, að þú ert búin að ympra
á þessu, góða. — Þú ert ef til vill, — ég veit varla
samt — ef til vill ofurlítið guggnari en þú átt að þér.“'
„Það er víst ekki nema von, þó ég væri lotlegri. Ó,
Súdda, ef þú vissir hvað ég á nú bágt.“
„Eins og ég viti það ekki, Odda, — svo langt má
Þetta aldrei komast. En hvernig atvikaðist þetta, elsku
góða?“
„Æ, ég veit það varla, og veit það þó. — Þetta —
þetta var á danzleik á Hótel Látraröst. — Ó, hann
danzar svo yndislega —.“
„Hver?“ spurði Súdda.
„Og hann var alt af með mig á gólfinu," hélt Odda.
áfram. „Þú getur ekki ímyndað þér, hvernig hann heldur
manni, Súdda. — Nema síðan, sko, þegar við höfðurn.
danzað lengi, lengi, þá bauð hann hressingu, littu á,.
og —
„En hver? elsku góða — hver?“ skaut Súdda inn í.
„— Og ég fylgdi honum eftir — hélt að við færum.
að eins fram í veitingasalinn, sjáðu. — En hann, ó,.
hann hafði tekið herbergi, Súdda, herbergi uppi á lofti
ó hótelinu. Hann er svo flott, — tómt kampavín, skil-
urðu, og —.“
„En hver, góða — í öllum lifandi bænum, hver?"
spurði Súdda enn, án þess að því væri neinn gaumur
gefinn.
„— Tómt kampavín, Súdda, og alt eftir því. — Og
Þú mátt dæma mig, þú mátt áfellast mig alveg eins og,
Þú vilt, — en það var eins og umheimurinn væri mér
horfinn. Hann þurfti heldur ekki að hringja eftir nokkr-
um sköpuðum hlut, því borðið svignaði, — borðið var
fult af öRu í upphafi. — Og mér er sama þó þú fyrir-