Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 32
.26
. I öngþveiti.
IÐUNN
lítir mig, — en þá var þetta — þar var þetta fyrst,“
mælti Odda og flóði í tárum.
„Já, en elsku góða, hver? — Og ég fyrirlít þig ekki,“
sagði Súdda.
„— Pá var þetta fyrst, en ég er ekki að segja, að
það hafi aldrei komið fyrir aftur, því eins og gengur—.“
„Já, náttúrléga, ég skil það, góða Odda. — En hver
var þetta?“
„Geiri Hermanns."
„Hann, góða, — já, hann! — En því ertu að gráta,
elsku? Hann sem er svo laglegur. Ég hefði gert ná-
kvæmlega það sama í þínum sporum."
„Ne-hei, góða mín. Pú hefðir látið það ógert í min-
um sporum. Pað er einmitt hluturinn. — Ö, þetta er
svo voðalegt, Súdda. Pú getur ekki ímyndað þér, hvað
æg er takmarkalaust óhamingjusöm."
„Já, en hann, sem er svo ákaflega laglegur, Odda, —
með svo yndislegt skarð í hökuna og alt. — Og ekki
— ekki verður hann heldur á neinu flæðiskeri, einbirni,
líttu á; fær bæði verzlunina og skipin, þegar —
„Nýt þess ekki, Súdda. Ó, þetta er svo miklu aga-
legra en þú heldur. En ég hef aldrei sagt þér, hvernig
ástatt er fyrir mér, og þó veit guð, að þú ert mín bezta
vinstúlka. En síðan í fyrra vor hef ég verið, — þú getur
ekki ímyndað þér, hvað ég á bágt niina, — allar götur
síðan í fyrra vor hef ég verið, — ó, trúlofuð, Súdda."
„Öðrum, Odda?“
„Já, öðrurn, Súdda. — Annars hefði þetta ekki verið
nema til gamans."
„En ertu glötuð samt, elsku Odda? Liðkast þetta ekki
af sjálfu sér, góða mín, úr því svona er komið, — færist
bara til?“
„Nei, þetta liðkast ekki á nokkurn hátt, það er ein-