Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 33
:iðunn
I öngþveiti.
27
mitt hluturinn. Þetta getur ekki lempast. Og ég — ég
veit engin sköpuö ráö, Súdda.“
Þá varö all-löng þögn. Svo var sem síöustu orða-
skiftin heföu steypt Jressari bágstöddu stúlku í full-
komna örvinlun. Hún grúfði sig niður í bólstra legu-
bekksins, og titringurinn í herðum hennar sagöi alt, er
segja þurfti.
En innan stundar vaknaði þó ný og óhjákvæmileg
spurning hjá vinstúlku liennar: „Já, en hver er hann,
elsku Odda, — kærastinn þinn á ég við?“ rnælti hún
Eil jóðlátlega.
„Spyrðu mig einskis framar," svaraði hin.
Og það lét Súdda sér að kenningu verða fullan stund-
arfjórðung, spurði einskis, horfði að eins fram og í-
grundaði. Hugur hennar var annars vegar þrunginn
samúð með vinstúlkunni, en að hálfu leyti voru þó
hugsanirnar glaðleg þakkargerð til guðs fyrir hand-
leiðsluna á henni sjálfri á hinni skerjóttu leið freist-
inganna. — En hún átti fjörugt hugmyndaflug, og eftir
Því sem hún rýndi lengur á þennan harmleik, fanst
henni sem undir niðri hlyti að felast einhver óendanlega
æsandi grátbrosleiki, og í huga hennar tók smám saman
aÖ bóla upp af nýrri spurningu, sem brauzt fram af
vörum hennar, án þess að hún fengi eiginlega við það
ráðiö:
„Og hann var þar líka, elsku góða, — kærastinn þinn,
fiieina ég. — Var hann líka á Hótel Látraröst þetta
kvöid?*'
„Þessa máttu ekki spyrja; — ó, þú ert miskunnar-
laus, Súdda. — Ég gat ekki gert að — mér var naumast
slept drykklanga stund, og síðan, — þú getur ekki
nnyndað þér, hvað torvelt var að kornast franr hjá
Þessu, jafnt fyrir því, þó að hann væri þar. Systir