Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 34
28
í öngþveiti.
ÍÐUNN'
hans var þar líka, herralaus, sjáöu, svo þau dönzuðu
eðlilega mikið saman. — En svo þegar — þegar ég
kom ofan, þá voru þau farin og öllum danzi hætt. Ó,
Súdda, en þá var víst líka komið fram undir morgun,
eða ég veit ekki hvað.“
„Vesalings Odda, lifandi undur áttu annars bágt, en
reyndu að stilla þig samt.“
„Get það ekki, Súdda, því mér — mér finst í raun-
inni að ég eigi engan að, senn hvað líður, nema —
nema Grandagarðinn — og siðan —.“
„Gættu að guði, Odda, og segðu ekki þetta. — En
hann, hinn, hjálpar hann ekki, góða mín? — Geiri
Hermanns, meina ég.“
„Ég skii hvað þú átt við, og þegar ég vissi hitt,
ætlaði ég tafariaust að brenna brýrnar að baki mér
og ieita þess athvarfs, sem guð einn veit þó að mér bar.
— Ó, en, Súdda, það er eins og óhamingja mín sé tak-
markalaus. — Hann vildi það ekki. Ég veit ekki, ég
skil ekki — eða — eða það var eins og hann hefði
lokið sér aí.“
„Já, svona eru margir, það er skammarlegt. — En
svona eru þeir,“ mælti Súdda gremjulega. En með því
að stallsystir hennar grúfði sig óaflátanlega í bólstrana
og var þann veg athygli horfin, leyfði hún sér þó ofur-
lítið bros: — Nei, Geiri Hermanns lét vitaskuld ekki
hlunnfara sig á þann hátt. Ó, hann var yndislegasti
maður bæjarins, og kampavin framtíðarinnar fossaðí
um hann. — „Það er smánarlegt, hvernig menn reynast
stundum," sagði hún upphátl. „En mér finst samt ekki,
að þú megir grípa til neinna örþrifaráða."
„En ég á ekki annars völ. Ekki get ég gifzt si sona.
Og nú vill mamma og þau aö við giftumst í júni, —
eftir þrjá mánuði, sjáðu. Heldurðu að ég verði skemtileg