Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 35
tÐUNN
I öngþveiti.
29
útlits f>á? Auk — auk alls annars, sem taka f>arf til
greina. Þú f>ekkir ekki ættfólk hans, — rennir ekki
grun í hvernig þaö lítur á sig. Ég veit að móðir hans
.gengi frú vútinu. — Eða hann sjálfur, Súdda, hugsaðu
Þér, — seinna, fregar alt kæmi á daginn.“
,,Já, en góða, hver er hann?“ spurði Súdda.
„Æi, elsku — ég veit varla — get varla sagt þetta.
Hjalti Indriðason," hálfhvíslaði Odda.
„Hvað segirðu, góða mín — Hjalti — Hjalti Indriða-
son? — Nei, virkilega, nú hann!“ mælti Súdda og
Þrosti yndislega.
En eftir það sat hún langa stund pegjandi og horfði í
gaupnir sér. Hún var að velta pví fyrir sér, hve líf bæj-
urins væri í raun og veru orðið afar-fjörugt og fjöl-
breytilegt. — En þótt hún sæti hugsi, tók hún eftir því,
að nú fór titringurinn í herðum vinstúlku hennar smá-
tuinkandi, og þó komu enn stuttir kippir annað veifið.
Og ösjálfrátt fann hún að þjáning annara er að vissu
leyti æsandi og lokkandi, því að í flestum mönnum er
uieira eða minna af grimd rándýrsins. Og hún fann að
hún mundi geta hagað þannig orðum, ef hún vildi, að
Þessir kippir ykjust ofurlítið enn um stund.
„Já, en elsku góða, þú þarft aö reyna að stilla þig,
'°g þú mátt sízt af öllu hugsa urn hafnarbakkann eða
eða —. Það setur að mér ískaldan hroll af tilhugsun-
inni einni saman; ég tala þetta alveg satt.“
Og kynleg er samsetning mannsins, og undarleg eru
hin stríðu vötn sorga vorra. — Orðin höfðu fullkom-
lega tilætluð áhrif, ný bylgja reið undir, svo að skjálft-
inn óx greinilega.
„En ég — ég á eklti annars úrkosta. Og samt er
Þetta svo óttalegt. Ó, Súdda, síðustu dagana hef ég
'Cmmitt fundið svellkulda sjávarins í öllum mínum æð-