Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 36
30
í öngþveiti.
ÍÐUNN!
um, og stundum má ég varla til þessa hugsa, því lífið
er þó — eða lífið gæti þó verið svo yndislegt. — Æi,
ertu tilfinningalaus eða — eða skilurðu ekki enn hvað
ég á bágt?“
Súdda fann skyndilega, að nú höfðaði þjáning vin-
konunnar ekki einungis til samúðar hennar eða dreng-
lundar, heldur og til skilnings hennar — sjálfra vits-
muna hennar, og samstundis gerbreyttist viðhorfið:
„Jú, góða mín, víst skil ég þetta, og veiztu nema ég
geti einmitt hjálpað þér, Odda?“ sagði hún.
„Hjálpað mér — hvernig þá?"
„Ég get sagt þér það, góða mín, að þú getur örugg
haldið þina leið, þér er óhætt að sigla fullum seglum
eins og horfir, jafnt fyrir þessu. Úr því svona er, fyrst
að þetta er Hjalti, þá get ég hjálpað þér, elsku,“ mælti
Súdda. — „Þið hafið verið trúlofuð síðan einhvern tíma
í sumar, sagðirðu það ekki?“ bætti hún við.
„Jú, eiginlega síðan um hvítasunnu í vor,“ svaraði
Odda.
„Og hann — hann hefir ekki sjálfur leitast eftir —
eða svoléiðis? — Þú skilur mig, góða.“
„Aldrei, — ekki hann.“
„Nei, það er auövitaður hlutur; þeir gera þetta unn-
ustum sínum miklu síður, góða, því er nú einu sinni
jjann veg háttað. — En það stendur á sama. — ó,
Odda, ég get hjálpað þér. — En ég veit ekki, elsku
góða, — veit ekki hvernig þú tekur þetta upp. Má ég
setjast hjá þér?“ mælti Súdda.
Síðan settist hún hjá stallsystur sinni í sófann, og
brátt spentust þær örmum og féllu saman eins og tvær
sléttheflaðar fjalir. Og eftir það mæltust þær að eins
við í hálsakotunum í undur-lágum hvíslingum.
„Þú manst eftir danzleik R-félagsins á Hótel Látra-