Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Qupperneq 37
ÍSU.NN
1 öngþveiti.
31'
röst í haust?“ hvíslaði Súdda. „Þú varst þar reyndar
ekki, því þá lágstu í hálsbólgunni. — En þá — ó.
Odda, — þá nótt hafði hann herbergi."
„Hann hver — Hjalti? — Herbergi hvernig? — Her-
bergi hvar?“
„Uppi á lofti á hótelinu, góða mín.“
„En, Súdda, varst þú, — gerðir þú það?“
„Ég! Ertu frá þér. — Ég er ekki einu sinni hálfnuð —.“
„Hálfnuð hvað? — Heldurðu að þú þurfir að segja
meira. — Ég sé það á þér.“
„Já, en að eins í þetta eina skifti, sko, — því hann
er alls ekki ólaglegur, Odda. — Og, elsku góða, auk
þess hafði ég ekki minstu hugmynd urn þig, sjáðu.“
„En, Súdda, þetta er hræðilegt, þetta er smánarlegt,"
fnæsti Odda.
„Æi, ætli það sé ekki líkt og gengur og gerist hérna
í bænum, ekki sízt í Röstinni, góða mín. Mér finst ekki
aö ég geti gert mig neitt heilaga. — Og þetta máttu
hvorki misvirða eða misskilja, því á þessu veltur alt.
Þú skilur það, bezta, að vilji hann gera sig breiðan út
úr hinu, þá getur þú — eða þá gætum við í samein-
ingu mjókkað hann aftur jafn-harðan með þessu," mælti
Súdda alúðlega.
Gert sig heilaga, — nei, það gat hún vitaskuld ekki
heldur. „Ég — ég veit reyndar að þér gengur ekki
annað en gott til, Súdda, — enda þú verið grandalaus.
En þetta er skammarlegt af honum í — í minn garð,
sjáðu,“ mælti Odda.
„Já, en svona eru sumir, og sérstaklega þó kannske
nieðan lifað er í. stöðugri eftirvæntingu og þrá. Mér
finst ég aldrei geta dæmt aðra hart,“ mælti Súdda
stillilega. — „Og nú — nú er þér borgið, líttu á,“ bætti.
hún við eftir stutta þögn.