Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 38
32
I öngþveiti.
IÐUNN
„Borgið? — Æ, ég veit varla, ég ímynda mér að
kerlingin gangi ai göflunum eftir sem áður,“ sagði
Odda.
„Kerlingin! Móðir hans áttu við? Mér stæði á sama,
þó hún væri biskupsfrú, í staðinn fyrir að hún er þó
aldrei annað en prófastsekkja, en mig gilti einu, þó
hún væri hitt; þeir, sem ekki geta þolað neinar minstu
hreyfingar eða skilið samtíð sína, þeir eiga heldur ekki
tillögurétt í málefnum hennar á nokkurn kant. — Nei,
láttu kerlinguna alveg eiga sig, góða mín.“
„Ó, Súdda, þú ert stundum hálf-kæringarlítil, þó þú
getir oft verið nógu sniðug í þér.“
„Ég fylgist ofurlítið með, það er alt og sumt. Og eins
dettur mér aldrei í hug að láta lífið bæla mig,“ mælti
Súdda. — „En heyrðu, Odda, veiztu hvað ég geri nú?“
bætti hún við. — „Nú hringi ég eftir hressingu handa
okkur. Ég hef ekki bragðað dropa af neinu, síðan í
Höfn.“
Því næst stóð hún upp og gekk að símanum.
Og þannig endaði þetta í daufri, gráleitri árbrún,
.endaði, rétt eins og gerist í lífinu — í allra veðra von.
Sveinn Faxi.