Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 41
IÐUNN
Islenzk heimspeki.
35
að reyna að draga saman í sem glöggasta heildarmynd
höfuðatriðin í kenningum dr. Helga Pjeturss, ef verða
mætti til þess að vekja forvitni einhverra góðra manna
og löngun til að kynna sér ritin sjálf.
Vel má vera, að einhvers staðar kunni að kenna hjá
mér misskilnings, en pað er pá óvart — og vænti ég
að doktorinn telji ekki eftir sér að leiðrétta sjálfur
það, sem þurfa kynni.
Enn í dag eru hugmyndir manna um tilveruna svo
staðbundnar, að þeir „hafa það á tilfinningunni", að
þessi litli hnöttur, sem vér búum á, sé „allur heimur-
inn“, eins og lítill hluti hans var kallaður á dögum
Ágústusar kcisara. Að minsta kosti er hann þungamiðj-
an. Að vísu vita nú flestir, að sól, tungl og stjörnur
eru líka hnettir, en samt er sú vitneskja mjög óveruleg
og rótlaus, þegar á reynir. •
Þetta er mjög eðlilegt. Hér fæðast menn, hér lifa þeir
og deyja, án þess að standa í nokkru beinu, meðvitandi
sambandi við umheiminn, þ. e. a. s. aðra hnetti. Þeir
eiga erfitt með að rúma í hugsun sinni allan þann
ótöiulega hnattagrúa, sem svifur í geinmum, og enn
örðugri verður þeim sú tilhugsun, að þar vaxi fram
líf á ýmsum stigum, því menn sinna yfir höfuð lítt því
lífi, sem ekki snertir þá sjálfa hversdagslega á einhvern
tvímælalausan hátt. Þó er þessi skoðun ekkert annað
en afleiðing rökréttrar hugsunar, því hitt er í raun
og veru enn örðugri tilhugsun og með öllu óskiljanleg,
að af öllum þessum hnattasæg búi líf að eins með
einum þeirra.
Það er höfuðatriði í heimspeki dr. Helga Pjeturss, að'
ekki einungis séu til lífverur á öðrum hnöttum, heldur
séu á sumum þeirra verur, sem eru langtum lengra
konmar í framsókn lífsins en vér mennirnir hér á.