Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Side 43
IÐUNN
íslenzk heimspeki.
37
Eins og áður er drepið á, telur dr. Helgi oss jarðar-
búa mjög utarlega stadda í sköpunarverkinu; það er
að segja, vér erurn mjög fjarri miðstöðvum frumkraft-
arins, og pess vegna er það, að útvörpun hinnar sam-
einandi lífsorku, sem paðan streymir, hefir enn sem
komið er snortið oss á mjög svo takmarkaðan hátt.
Að vísu er það ekki vor jörð ein, sem jrannig stendur á
fyrir, heldur sennilega óteljandi aðrar, sem staddar eru
á sams konar tilveruhring og vér.
Uppruna lífsins á hnöttum geimsins skýrir doktorinn
á jrá leið, að hinn magnandi kraftur, lífgeislanin, sem
leitar út í æsar ófullkomleikans, hafi á sínum tírna náð'
Iiangað með jieim orkustyrk, sem nægði til jress að
leggja grunninn að áframhaldandi lífmyndun. Með öðr-
um orðum: lífið er hingaö komið frá stjörnunum, frá
öðruin lengra komnum hnöttum, sem tókst að útvarpa
lífmagni svo sterku, að sum efni jarðarinnar tóku að
hrærast fyrir orku jress.
Fyrst byggir hinn magnandi frumkraftur upp ódeili
(atorn) og raðar jreim í samagnir (molecule). Smám
saman verður hver samögn æ samsettari. En jretta er
ekki nóg. Það parf heila þyrpingu af slíkum nógu sam-
settum samögnum til pess að geta tekið á móti líf-
hleðslu frumkraftarins. En slíka samagna-þyrpingu köll-
um vér frumu. Fruman er fyrstlingur lífsins, hin fyrsta
lifandi vera, sem fram kemur á hverjum hnetti, — for-
eldri allra þeirra lífvera, sem þar koma síðar frarn.
Ef að nú gert væri ráð fyrir, að hin aðsenda lífhleðsla
hefði stöðvast á jressu frumstigi jarðlífsins, hefðu frum-
urnar að vísu haldið áfram að skiftast um stund, en
þó einangraðar og ósamtaka og óhæfar sem viðtæki
vaxandi orku. En það hefði brátt haft tortímingu
þeirra í för með sér.