Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Page 45
HÐUNN
Islenzk heimspeki.
39
ir og samstiltir með svo nákvæmum hætti, að þar má
engu raska til muna, svo að eigi hljótist tjón af. Er nú
líklegt, að þessi sambandsjn'óun eigi að nema hér stað-
ar? Því svarar dr. H. P. hiklaust neitandi. Hann full-
yrðir, að eins og ódeilin sameinuðust í samagnir, sam-
agnirnar í frumur og frumurnar í frumufélög, eins
eigi þaö fyrir frumufélögunum að liggja að sameinast í
lífheildir. 0g vitanlega ætti það að standa næst þeirri
lifverunni, sem er fullkomnasta frumufélag jarðar, nefni-
lega manninum, að átta sig á þessu einfalda og eðli-
lega þróunarlögmáli.
Ég vil biðja lesandann að staðnæmast sérstaklega við
hugtakið lífheild, því þar er um að ræða einn glæsileg-
•asta þáttinn í heimspeki dr. Helga Pjeturss.
Athugið nú vandlega:
„Milljarðar af frumum hafa fyrir samband sín á
milli orðið að líkama, sem er ótrúlega miklu merki-
legri en eðli hverrar einstakrar frumu virðist gefa
ástæðu til að ætla að orðið gæti. Og sainbandsviðleitn-
inni er haldið áfram á hærra stigi. Eins og stefnt var
til sambands milli þúsunda milljóna af frumum, þannig
er stefnt til sambands milli þúsunda milljóna af frumu-
félögum. Og veran, sem kemur frarn, mun verða ótrú-
lega miklu merkilegri en eðli hvers einstaks frumufé-
lags, hvers einstaks manns, virðist gefa ástæðu til að
ætla að orðið gæti. Og það er stefnt til sambands, eigi
einungis milli hundraða og þúsunda milljóna á einuni
hnetti, heldur milli alls hins óumræðilega fjölda af lif-
andi verum í óteljandi sólhverfum og vetrarbrautum.
Og einstaklingseðlið mun ekki hverfa, heldur fullkomn-
ast fyrir sambandið."
Dr. Helgi heldur því fram, að lífheildir slíkar, sem
hér hefir verið bent á, séu til á öðrum hnöttum, þar