Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 46
40
Islenzk heimspeki.
IÐUNN
sem frumkraftinum hafi tekist að hlaða efnið svo miklu
lífmagni, sem þarf til þess, að fullkomin samstilling geti
orðið. Má segja, að frumufélögin, sem mynda slíkar líf-
heildir, séu þá orðin eins konar guðir eða guðlegar ver-
ur, sem magna hver aðra þannig, að einnar kraftur er
allra og alira einnar, og þó er hver þeirra fullkomlega
sjálfstæð.
Nú er að athuga, hver eru hin helztu rök, sem að
þessari kenningu hníga, önnur en sú hin einfalda at-
hugun, sem þegar hefir verið bent á, að myndun slíkrar
heildar sé í sjálfu sér eðlilegt framhald á þróun líf-
tegundanna.
Öli saga mannkynsins er nú í raun og veru stórfeldur
vitnisburður þess, hvert stefnt er, enda þótt mannkynið
sjálft hafi ekki verið sér þess meðvitandi, nema þá í
gegn um meira og minna óljósan grun ýmsra spámanna
og spekinga. Pegar sagan er nánar athuguð, kemur
skjótt í ijós, að hún er saga um sí-endurteknar tilraunir
til sambandsmyndunar. — Parf ekki annað en að minna
á allan þann margvíslega félagsskap, sem stofnað hefir
verið til hér á jörðu, alt neðan frá hinu ófullkomnasta
heimilisfélagi upp til hins fullkomnasta þjóðfélags. Öll
slík félagsmyndun er ósjálíráður vísir til lífheildar, að
áliti dr. Helga Pjeturss. En merkustu tilraunirnar til
slíkrar lífheildarmyndunar telur hann þó trúarbragða-
félögin.
Frá örófi alda hefir sú tilfinning verið mönnum í
brjóst lagin, ýmist sem falinn neisti eða lifandi eldur*
að askur lífsins væri ekki bundinn við þessa jörðu eina,
heldur næðu rætur hans, lim og aldin yfir í dularfullan
leyndardóm hins ósýnilega. Menn hafa fundið til marg-
víslegs vanmáttar og takmörkunar í sinu jarðneska ein-
staklingalífi og leitað þá huggunar og hjálpar út í blá-