Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 47
IÐUNN
Islenzk heimspeki.
41-
inn, — út í hin hugsmíðuðu draumlönd geimdjúpsins..
Þeir hafa skynjað ófullkomleikann í lífsstefnu hnattar
síns og reynt að sætta sig við það, að líf væri eftir
þetta líf — og pað alfullkomið lif.
Upp af þessum og pvílíkum hugleiðingum og kendum,
hefir vaxið hinn stórkostlegi myrkviður trúarbragðanna,
frumskógurinn helgi, par sem mannsandinn, vegmóður
og viltur, hefir sífelt verið aö leita að perlum guðlegrar
opinberunar, án pess að láta sér nokkru sinni detta.
verulega í hug að beina allri athygli sinni og orku að
peim perlunum, sem sumar hverjar voru sýnilegar, -—
hinum skínandi perlum næturhiminsins, stjörnunum.
Trúarbrögðin hafa óneitanlega fóstrað 1 skauti sínu
ýmsar fegurstu hugmyndir mannssálnanna; pau hafa oft
flogið æði hátt á vængjum skáldlegs innblásturs og,
andagiftar; pau hafa stundum komist býsna nærri
þeim skilningi á tilgangi lífsins, sem hin íslenzka heim-
speki telur hinn eina nauðsynlega. En pó hafa þau ætíð
misskilið pað, sem mest á reið:að markmid guds er ekki
flótti frá hinu ósjálfbjarga efni yfir í óskiljanlegan
andaheim, helclur vakning hinnar daudu tilveru til
lífsins.
Hér er ekki rúm til að rekja til hlítar öll þau rök,.
sem dr. Helgi Pjeturss færir fyrir þessum misskilningi
trúarbragðanna, — hvernig hann sýnir fram á, að sér-
hver guðshugmynd muni vera fram komin fyrir að-
sendan lífmagnsstraum frá fullkomnari verum á öðrum
hnöttum, — hvernig hann skýrir samband Ása við hinn
norræna kynstofn, samband Jahve við Gyðingaþjóðina.
o. s. frv., — ellegar hvernig hann með svipuðum hætti.
gerir grein fyrir orsökum helvítiskenninganna.
Vér vitum, að þrátt fyrir alla göfgi ýmissa trúar-
hugmynda og prátt fyrir alla þá huggun, sem pær