Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Síða 51
UÐUNN
Islenzk heimspeki.
45
mannkyninu veitti að vaxa upp úr (lýraríkinu, eins erfið
Jiefir saga þess verið. Frá öpunum til niðja þeirra,
mannanna, er raunar að sumu leyti mikil framför, en í
•aðalatriði er þó afturför.
Dr. H. P. telur, að þar sem lífsstefnan sé í raun og
veru önnur eins helstefna eins og hér á jörðu, þar
verði skelfilegust örlög þeirrar verunnar, sem getur
hugsað og fundið mest til. Þess vegna sé líka mannlífið
enn þjáðara en apalífið, mennirnir kveljist og kvelji svo
miklu meir en aparnir, framvindunni miði í áttina til
■ósigurs og tortímingar.
Þrátt fyrir allar kenningar um óslitna þróun lífteg-
undanna, mega menn ekki líta svo á, sem mannkynið
hafi verið í sífeldri og samfeldri framför síðan það óx
fram úr ríki dýranna. Menningarviðleitnin hefir gengið í
öldum hér og ]iar, hafist á einum staðnum, þegar hún
hefir hnigið á öðrum. — Lítum á sögu hinna ýmsu kyn-
þátta: Persa, Rómverja, Germana og annara slíkra, fyr
og síðar. Það hefir verið eins um þjóðflokka þessa og
hinar ýmsu jurta- og dýra-tegundir: Þeir hafa átt sínar
uppgangsaldir, blómaaldir og hnignunaraldir. Þeir hafa
verið tilraunir, — tilraunir til þess að framleiða í mann-
legum heila þá meginhugsun, er beint gæti stefnu jarð-
lífsins að réttu marki. En það er sem fyr: Allar þessar
merkilegu tilraunir hafa mistekist.
Dr. Helgi bendir á, að jafnvel hið gríska borgfélag í
Ajmnu, — tvímælalaust hin glæsilegasta mannfélagstil-
raun, sem fram hafi komið á jörðunni, — jafnvel það
hafi verið svo ófullkomið, að hinn mikli þolinmóði
frumkraftur lífsins hafi einnig þar hlotið að gefast upp.
Rifjum þá enn: í heild upp fyrir oss þróun lífsins hér
á jörðu í ljósi þessarar íslenzku heimspeki, — hina
merkilegu þróun, sem hefir nú um margar þúsundir